„Verður algjör bylting“ Aron Guðmundsson skrifar 13. mars 2024 09:56 Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri nýs fjölnota knatthúss sem rís nú á svæði Hauka á Ásvöllum Vísir/Arnar Það styttist í að iðkendur Hauka geti æft knattspyrnu við aðstæður eins og þær gerast bestar, sér í lagi yfir háveturinn hér á landi. Nýtt fjölnota knatthús rís nú hratt á Ásvöllum. Algjör bylting fyrir alla Hafnfirðinga segir byggingarstjóri verkefnisins. „Þetta er hús í fullri stærð með löglegan völl fyrir leiki í efstu deild knattsalurinn 120 x 84 metrar. Salarhæð í miðju tuttugu metrar og á hliðarlínu tíu metrar. Hafnarfjarðarbær gerði hérna samning, að undangengnu tilboði, við íslenska aðalverktaka í nóvember árið 2022. Framkvæmdir hafa gengið býsna vel,“ segir Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri fjölnota knatthússins á Ásvöllum „Verkáætlun verktakans hefur gengið eftir. Samningur gerir ráð fyrir því að þeir skili af sér verkinu þann 30. nóvember seinna á þessu ári. Það er ekkert í spilunum sem að gefur tilefni til þess að ætla að það breytist. Þá á eftir að koma fyrir áhorfendabekkjum inn í knatthúsinu, það er sérverkefni sem á eftir að bjóða út og er gert fyrir að bekkirnir muni geta tekið allt að átta hundruð manns í sæti. Síðan á eftir að fullklára þjónustubygginguna. sem er áföst við knatthúsið. „Þetta verður algjör bylting. Það er ekki nokkur spurning. Og ekki bara fyrir Hauka, heldur alla Hafnfirðinga. Að fá svona veglegt íþróttamannvirki fyrir knattspyrnuna. Það er vægast sagt mikil lyftistöng. Miðað við það sem er í boði á Íslandi hvað svona aðstöðu varðar, þá er þetta með því betra sem gengur og gerist. Framkvæmdir við knatthúsið eru á áætlun Þá er alveg óhætt að segja að Haukar búi einu af flottustu æfingasvæðum landsins fyrir boltaíþróttir. „Eins og knattspyrnuiðkendur félagsins hafa þurft að búa við hérna undanfarin ár. Þá hefur verið æft hér á Ásvöllum við misjafnar aðstæður á veturna. Oftar en ekki hafa menn þurft að byrja á því að moka völlinn. Það er eitthvað sem að knattspyrnufólk þekkir víða um land.“ En nú fer það að heyra sögunni til hjá Haukum og búist við því að æfingar hefjist í nýja fjölnota knatthúsinu strax í byrjun desember undir lok þessar árs. Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
„Þetta er hús í fullri stærð með löglegan völl fyrir leiki í efstu deild knattsalurinn 120 x 84 metrar. Salarhæð í miðju tuttugu metrar og á hliðarlínu tíu metrar. Hafnarfjarðarbær gerði hérna samning, að undangengnu tilboði, við íslenska aðalverktaka í nóvember árið 2022. Framkvæmdir hafa gengið býsna vel,“ segir Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri fjölnota knatthússins á Ásvöllum „Verkáætlun verktakans hefur gengið eftir. Samningur gerir ráð fyrir því að þeir skili af sér verkinu þann 30. nóvember seinna á þessu ári. Það er ekkert í spilunum sem að gefur tilefni til þess að ætla að það breytist. Þá á eftir að koma fyrir áhorfendabekkjum inn í knatthúsinu, það er sérverkefni sem á eftir að bjóða út og er gert fyrir að bekkirnir muni geta tekið allt að átta hundruð manns í sæti. Síðan á eftir að fullklára þjónustubygginguna. sem er áföst við knatthúsið. „Þetta verður algjör bylting. Það er ekki nokkur spurning. Og ekki bara fyrir Hauka, heldur alla Hafnfirðinga. Að fá svona veglegt íþróttamannvirki fyrir knattspyrnuna. Það er vægast sagt mikil lyftistöng. Miðað við það sem er í boði á Íslandi hvað svona aðstöðu varðar, þá er þetta með því betra sem gengur og gerist. Framkvæmdir við knatthúsið eru á áætlun Þá er alveg óhætt að segja að Haukar búi einu af flottustu æfingasvæðum landsins fyrir boltaíþróttir. „Eins og knattspyrnuiðkendur félagsins hafa þurft að búa við hérna undanfarin ár. Þá hefur verið æft hér á Ásvöllum við misjafnar aðstæður á veturna. Oftar en ekki hafa menn þurft að byrja á því að moka völlinn. Það er eitthvað sem að knattspyrnufólk þekkir víða um land.“ En nú fer það að heyra sögunni til hjá Haukum og búist við því að æfingar hefjist í nýja fjölnota knatthúsinu strax í byrjun desember undir lok þessar árs.
Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira