Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 22:41 Sveinn Andri segist hlakka til að fá nýjan formann í haust. Vísir/Samsett Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42