Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 09:00 Tottenham Hotspur er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Alex Pantling/Getty Images Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. „Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
„Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49
Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47
Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55