Fyrsti sigur Burnley síðan á Þorláksmessu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 17:05 David Fofana fagnar marki sínu í dag ásamt liðsfélögum og stuðningsmönnum Burnley. Vísir/Getty Burnley vann í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári þegar liðið lagði Brentford á heimavelli. Þá krækti Luton Town í mikilvægt stig í fallbaráttunni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í byrjunarliðinu hjá Burnley sem tók á móti Brentford á heimavelli sínum. Strax á 9. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Sergio Reguilon fékk rauða spjaldið í liði gestanna fyrir brot á Vitinho sem var sloppinn einn í gegnum vörn Brentford. Einhvern veginn fór atvikið framhjá dómaranum Darren Bond en VAR tók í taumana, dæmdi víti og Reguilon var rekinn útaf. Jakob Bruun Larsen tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi. Gestirnir svo sannarlega komnir í brekku. Sergio Reguilon fékk rautt spjald fyrir þetta brot á Vitinho.Vísir/Getty Staðan í hálfleik var 1-0 en á 62. mínútu skoraði David Fofana annað mark heimamanna og kom Burnley í 2-0. Á 84. mínútu tókst gestunum að minnka muninn þegar Kristoffer Ajer skoraði með skalla og leikurinn galopinn. Brentford hafði þá nýverið gert þrefalda skiptingu, þar á meðal var Bryan Mbuemo sem spilaði þar sem sinn fyrsta leik síðan 6. desember. Brentford tókst að koma boltanum í netið á lokasekúndum leiksins en markið var réttilega dæmt af þar sem brotið var á Arijanet Muric markverði Burnley. 2-1 urðu lokatölur leiksins en þetta er fyrsti sigur Burnley í deildinni síðan á Þorláksmessu. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. Jóhann Berg kom ekkert við sögu í leiknum. Luton jafnaði á ögurstundu Luton Town tók á móti liði Nottingham Forest á heimavelli sínum í útjaðri Lundúna. Hinn ólseigi Chris Wood kom gestunum í Forest yfir á 34. mínútu eftir sendingu Morgan Gibbs-White og staðan í hálfleik var 1-0. Heimamenn settu pressu á lið Forest í síðari hálfleiknum en virtust ekkert sérlega líklegir til að jafna metin. Það gerðu þeir þó þegar komið var fram á lokamínútu leiksins. Luke Berry skoraði þá með skoti úr teignum eftir hornspyrnu og tryggði Luton Town mikilvægt stig í fallbaráttu ensku deildarinnar. Luton er í 18. sæti og tekst með stiginu að koma í veg fyrir að Nottingham Forest fari sex stigum fram úr þeim í töflunni. Arnór í leik með liði Blackburn.Nick Potts/PA Images via Getty Images Í ensku Championship-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn sem gerði markalaust jafntefli gegn Middlesbrough á útivelli. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu en Blackburn er í 17. sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum fyrir ofan Huddersfield sem er í fallsæti. Þá var Jón Daði Böðvarsson í byrjunarliði Bolton sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Derby County í þriðju efstu deild. Jón Daði var tekinn af velli á 77. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Derby eina mark leiksins. Liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í næst efstu deild.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti