Lífið

Sturla Atlas og Kol­finna slá sér upp

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sturla og Kolfinna komu bæði að leiksýningunni Ást fedru á fjölum Þjóðleikhússins.
Sturla og Kolfinna komu bæði að leiksýningunni Ást fedru á fjölum Þjóðleikhússins.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri og Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, tónlistarmaður og leikari, hafa sést víða saman á opinberum vettvangi nýverið og virðast láta vel að hvort öðru.

Kolfinna og Sturla fóru út að borða saman á Steikhúsið við Tryggvagötu um helgina og fengu sér dýrindis steik og með því. Sætar kartöflur og annað góðgæti má sjá á borðinu hjá parinu sem virðist hafa húmorinn í lagi miðað við derhúfu tónlistarmannsins.

Kolfinna Nikulásdóttir

Sturla er einn ástsælasti leikari landsins og hefur sömuleiðis getið sér gott orð í tónlistinni. Í lok síðasta árs fór hann með hlutverk í leikritinu Ást Fedru á fjölum Þjóðleikhússins sem var í leikstjórn Kolfinnu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur farið vel á með þeim Sturlu og Kolfinnu undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.