„Þetta er að verða komið gott“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. mars 2024 22:48 Kristrún og Sigmundur ræddu áform fjármálaráðherra um sölu á Landsbankanum í kjölfar fyrirhugaðra kaupa Bankans á tryggingafélaginu TM. Vísir/Vilhelm Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra en bankinn muni halda kaupferlinu áfram. Heimir Már ræddi við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Kvöldfréttum. „Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst á þessum tímapunkti um eigendastefnu ríkisins. Auðvitað er Landsbankinn hlutafélag í þeim skilningi en ríkið er meirihlutaeigandi,“ segir Kristrún. Hún segir eigendastefnuna mjög skýra, að ríkið eigi ekki að bæta við sig í fjármálafyrirtækjum á markað. „Og raunar erum við núna að horfa upp á vilja til þess að selja hluta í Íslandsbanka til þess að innleysa ákveðin verðmæti. En á sama tíma er hin hendin að fara að stækka við sig á fjármálamarkaði. Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“ Þannig að þú skilur athugasemdir fjármálaráðherra? „Ég skil athugasemdir fjármálaráðherra en ég skil ekki hvers vegna hún er að koma með þessar athugasemdir eftir að kaupin hafa í raun gengið í gegn,“ segir Kristrún. Sigmundur segir að með hvaða hætti málið gerist sýni fram á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. „Hér í dag snupraði forsætisráðherrann fjármálaráðherrann í sinni eigin ríkisstjórn og sagði að það sem ráðherrann hafði verið að boða í gærkvöldi gengi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og vísar til orða forsætisráðherra um að hún myndi aldrei samþykkja að selja í Landsbankanum. „Fjármálaráðherrann má þó eiga það að í eigendastefnu ríkisstjórnarinnar, þessari sem var samþykkt strax 2017 fyrir bankana, kemur fram að það sé stefnt að því að selja megnið af hlut í Landsbankanum. Eiga eftir kannski þrjátíu, fjörutíu prósent, en það virðist vera gleymt,“ segir Sigmundur og segist hafa minnt ríkisstjórnina á að það sé eitt og annað í eigendastefnunni sem þau fylgi ekki endilega. „En nú er þetta orðið stríð innan ríkisstjórnarinnar þar sem menn tala algjörlega í kross.“ Haldið þið að þetta reynist ríkisstjórninni erfitt? „Ég held að það hljóti að vera,“ segir Kristrún og tekur undir orð Sigmundar um að það þyki sérstakt að fjármálaráðherra stilli ríkisstjórninni upp við vegg, að gjörningurinn gangi ekki upp nema að Landsbankinn í heild sinni verði seldur. „Vegna þess að ég get ekki séð að það séu neinir fyrirvarar í þessu skuldbindandi tilboði, sem er búið að samþykkja, um að það sé hægt að rifta því eftir á. Vegna þess að fjármálaráðherra áttaði sig mörgum mánuðum eftir að ferlið fór af stað á að þeim hugnaðist ekki þessi kaup,“ segir Kristrún. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudaginn, haldið þið að það verði tíðindi þegar bankasýslufulltrúi mætir þangað? „Það kann að vera. Bankasýslan hefur verið skjólgarður ríkisstjórnarinnar í öllum þeim vandræðum sem koma upp í fjármálakerfinu. En á einhverjum tímapunkti þarf stjórnin samt að stjórna, taka ábyrgð. Og þetta bendir til þess að það reynist þeim erfitt,“ segir Sigmundur. „Þetta er eitt af mörgum málum sem nú eru að koma upp, sem sýnir að þau eru ekki sammála um grundvallaratriði,“ bætir Kristrún við. „Og þetta er að verða komið gott.“ Landsbankinn Alþingi Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra en bankinn muni halda kaupferlinu áfram. Heimir Már ræddi við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í Kvöldfréttum. „Ég held að þetta snúist nú fyrst og fremst á þessum tímapunkti um eigendastefnu ríkisins. Auðvitað er Landsbankinn hlutafélag í þeim skilningi en ríkið er meirihlutaeigandi,“ segir Kristrún. Hún segir eigendastefnuna mjög skýra, að ríkið eigi ekki að bæta við sig í fjármálafyrirtækjum á markað. „Og raunar erum við núna að horfa upp á vilja til þess að selja hluta í Íslandsbanka til þess að innleysa ákveðin verðmæti. En á sama tíma er hin hendin að fara að stækka við sig á fjármálamarkaði. Þannig að þetta er svolítið sérkennilegt.“ Þannig að þú skilur athugasemdir fjármálaráðherra? „Ég skil athugasemdir fjármálaráðherra en ég skil ekki hvers vegna hún er að koma með þessar athugasemdir eftir að kaupin hafa í raun gengið í gegn,“ segir Kristrún. Sigmundur segir að með hvaða hætti málið gerist sýni fram á stjórnleysi ríkisstjórnarinnar. „Hér í dag snupraði forsætisráðherrann fjármálaráðherrann í sinni eigin ríkisstjórn og sagði að það sem ráðherrann hafði verið að boða í gærkvöldi gengi gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og vísar til orða forsætisráðherra um að hún myndi aldrei samþykkja að selja í Landsbankanum. „Fjármálaráðherrann má þó eiga það að í eigendastefnu ríkisstjórnarinnar, þessari sem var samþykkt strax 2017 fyrir bankana, kemur fram að það sé stefnt að því að selja megnið af hlut í Landsbankanum. Eiga eftir kannski þrjátíu, fjörutíu prósent, en það virðist vera gleymt,“ segir Sigmundur og segist hafa minnt ríkisstjórnina á að það sé eitt og annað í eigendastefnunni sem þau fylgi ekki endilega. „En nú er þetta orðið stríð innan ríkisstjórnarinnar þar sem menn tala algjörlega í kross.“ Haldið þið að þetta reynist ríkisstjórninni erfitt? „Ég held að það hljóti að vera,“ segir Kristrún og tekur undir orð Sigmundar um að það þyki sérstakt að fjármálaráðherra stilli ríkisstjórninni upp við vegg, að gjörningurinn gangi ekki upp nema að Landsbankinn í heild sinni verði seldur. „Vegna þess að ég get ekki séð að það séu neinir fyrirvarar í þessu skuldbindandi tilboði, sem er búið að samþykkja, um að það sé hægt að rifta því eftir á. Vegna þess að fjármálaráðherra áttaði sig mörgum mánuðum eftir að ferlið fór af stað á að þeim hugnaðist ekki þessi kaup,“ segir Kristrún. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudaginn, haldið þið að það verði tíðindi þegar bankasýslufulltrúi mætir þangað? „Það kann að vera. Bankasýslan hefur verið skjólgarður ríkisstjórnarinnar í öllum þeim vandræðum sem koma upp í fjármálakerfinu. En á einhverjum tímapunkti þarf stjórnin samt að stjórna, taka ábyrgð. Og þetta bendir til þess að það reynist þeim erfitt,“ segir Sigmundur. „Þetta er eitt af mörgum málum sem nú eru að koma upp, sem sýnir að þau eru ekki sammála um grundvallaratriði,“ bætir Kristrún við. „Og þetta er að verða komið gott.“
Landsbankinn Alþingi Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Kaup Landsbankans á TM Tengdar fréttir Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. 18. mars 2024 21:57
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28