Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2024 19:21 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag. Þetta segir fjármálaráðherra ekki vera rétt. Stöð 2/Einar Landsbankanum bar að upplýsa Bankasýsluna um fyrirætlanir sínar um kaup á TM tryggingum að mati fjármálaráðherra. Það samræmdist ekki stefnu stjórnvalda að bankinn haslaði sér völl í Tryggingarstarfsemi. Bankaráð Landsbankans varð í dag við kröfu Bankasýslunnar um að fresta aðalfundi bankans sem halda átti á morgun til 19. apríl. Bankasýslan fer með hlut ríkisins í fjármálastofnunum og þar með 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt bréfasendingum í gær kom Bankasýslan af fjöllum þegar Landsbankinn tilkynnti á sunnudag að hann hefði skrifað undir bindandi kaupsamning við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 26,8 milljarða króna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að Landsbankinn hafi átt að greina Bankasýslunni frá því að til stæði að kaupa TM áður en gengið var frá kaupunum.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsti strax á sunnudagskvöld yfir andstöðu við þessi áform. Hún hafði þó heyrt af áhuga bankans á tryggingafélaginu fyrir nokkrum vikum en vísar til armlengdarsjónarmiða sem eiga að tryggja að ráðherra hafi ekki bein afskipti af bönkunum „Það er þá á ábyrgð bankaráðs Landsbankans að upplýsa og vera í samskiptum við Bankasýsluna,“ segir fjármálaráðherra. Misvísandi yfirlýsingar Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans og hefur óskað eftir skýringum frá þeim á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Ráðherra telur rétt að bíða eftir þeim svörum. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans.Grafík/Hjalti Þórdís Kolbrún sagði hins vegar í Facebook færslu sinni á sunnudag að þessi kaup á tryggingafélaginu yrðu ekki gerð með hennar samþykki án þess að Landsbankinn yrði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina. Þessar yfirlýsingar eru ekki alveg á pari? „Nei, ég átta mig auðvitað alveg á því hvað segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem það er ekki á dagskrá að hefja sölu Landsbankans heldur er á dagskrá að klára sölu á Íslandsbanka,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórnin hefði afgreitt frumvarp um þá sölu frá sér í dag sem miðaði því að sölu á öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka gæti lokið á næsta ári. Ríkið á 98 prósent í Landsbankanum og segir fjármálaráðherra engan vafa leika á því að bankinn væri ríkisfyrirtæki.Vísir/Vilhelm „En það segir heldur ekki í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar né eigendastefnu ríkisins þegar kemur að fjármálafyrirtækjum að það eigi einhvern veginn að þenja út ríkisbanka, kaupa fyrirtæki á markaði og gera þau að ríkisfyrirtækjum og stíga inn á tryggingamarkað,“ segir fjármálaráðherra. Skýra þarf samskipti ráðherra og Bankasýslu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að skýra samskipti fjármálaráðherra og Bankasýslunnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir enga pólitíska umræðu hafa verið tekna um það hvort reka ætti Landsbankann með þeim hætti sem þarna birtist. Þarna hefði ákveðiðfrumhlaup átt sér stað.. „Og sýnir að það er ákveðið stjórnleysi til staðar. Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Bankasýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og bankasýslu undanfarin tvö ár eða eftir að þessi fjármálaráðherra tók við. Vegna þess að ég hef átilfinningunni að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Bankasýsluna óhæfa til að sinna sínu hlutverki.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er furðulostin yfir að Bankasýslan haldi enn á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum eftir yfirlýsingar um að leggja ætti hana niður. „Að þetta mál hafi komið þeim í opna skjöldu held ég að sé enn ein ástæða þess að þessi stofnun er ekki fær um að sinna sínu hlutverki. Við hljótum að óska skýringa á því hvað er eiginlega í gangi hjá ríkisstjórninni sem hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi í bönkum sem hún á nánast allan eignarhlutann í,“ sagði Þórhildur Sunna. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50 Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Bankaráð Landsbankans varð í dag við kröfu Bankasýslunnar um að fresta aðalfundi bankans sem halda átti á morgun til 19. apríl. Bankasýslan fer með hlut ríkisins í fjármálastofnunum og þar með 98 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt bréfasendingum í gær kom Bankasýslan af fjöllum þegar Landsbankinn tilkynnti á sunnudag að hann hefði skrifað undir bindandi kaupsamning við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 26,8 milljarða króna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir að Landsbankinn hafi átt að greina Bankasýslunni frá því að til stæði að kaupa TM áður en gengið var frá kaupunum.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsti strax á sunnudagskvöld yfir andstöðu við þessi áform. Hún hafði þó heyrt af áhuga bankans á tryggingafélaginu fyrir nokkrum vikum en vísar til armlengdarsjónarmiða sem eiga að tryggja að ráðherra hafi ekki bein afskipti af bönkunum „Það er þá á ábyrgð bankaráðs Landsbankans að upplýsa og vera í samskiptum við Bankasýsluna,“ segir fjármálaráðherra. Misvísandi yfirlýsingar Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans og hefur óskað eftir skýringum frá þeim á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Ráðherra telur rétt að bíða eftir þeim svörum. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans.Grafík/Hjalti Þórdís Kolbrún sagði hins vegar í Facebook færslu sinni á sunnudag að þessi kaup á tryggingafélaginu yrðu ekki gerð með hennar samþykki án þess að Landsbankinn yrði seldur á sama tíma. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekaði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina. Þessar yfirlýsingar eru ekki alveg á pari? „Nei, ég átta mig auðvitað alveg á því hvað segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar sem það er ekki á dagskrá að hefja sölu Landsbankans heldur er á dagskrá að klára sölu á Íslandsbanka,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórnin hefði afgreitt frumvarp um þá sölu frá sér í dag sem miðaði því að sölu á öllum hlut ríkisins í Íslandsbanka gæti lokið á næsta ári. Ríkið á 98 prósent í Landsbankanum og segir fjármálaráðherra engan vafa leika á því að bankinn væri ríkisfyrirtæki.Vísir/Vilhelm „En það segir heldur ekki í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar né eigendastefnu ríkisins þegar kemur að fjármálafyrirtækjum að það eigi einhvern veginn að þenja út ríkisbanka, kaupa fyrirtæki á markaði og gera þau að ríkisfyrirtækjum og stíga inn á tryggingamarkað,“ segir fjármálaráðherra. Skýra þarf samskipti ráðherra og Bankasýslu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að skýra samskipti fjármálaráðherra og Bankasýslunnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir enga pólitíska umræðu hafa verið tekna um það hvort reka ætti Landsbankann með þeim hætti sem þarna birtist. Þarna hefði ákveðiðfrumhlaup átt sér stað.. „Og sýnir að það er ákveðið stjórnleysi til staðar. Svo má líka nefna að það átti að vera búið að leggja niður þessa Bankasýslu. Það þarf að komast til botns í því hvers konar samskipti hafa verið á milli fjármálaráðherra og bankasýslu undanfarin tvö ár eða eftir að þessi fjármálaráðherra tók við. Vegna þess að ég hef átilfinningunni að það hafi ekki verið mikil samskipti þarna á milli,“ segir Kristrún. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Bankasýsluna óhæfa til að sinna sínu hlutverki.Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er furðulostin yfir að Bankasýslan haldi enn á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum eftir yfirlýsingar um að leggja ætti hana niður. „Að þetta mál hafi komið þeim í opna skjöldu held ég að sé enn ein ástæða þess að þessi stofnun er ekki fær um að sinna sínu hlutverki. Við hljótum að óska skýringa á því hvað er eiginlega í gangi hjá ríkisstjórninni sem hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi í bönkum sem hún á nánast allan eignarhlutann í,“ sagði Þórhildur Sunna.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50 Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36 „Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28 Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Aðalfundi Landsbankans frestað Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl. 19. mars 2024 13:50
Vill samskipti Þórdísar við Bankasýsluna upp á borð Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðherra hafi ekki brugðist við orðrómi um að Landsbankinn hygðist kaupa TM. 19. mars 2024 12:49
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. 19. mars 2024 12:36
„Þetta er að verða komið gott“ Formenn Miðflokksins og Samfylkingarinnar eru sammála um að fyrirhuguð sala ríkisins á Landsbankanum fari gegn eigandastefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin tali í kross og málið beri þess merki að hún sé ekki sammála um grundvallaratriði. 18. mars 2024 22:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. 18. mars 2024 22:28
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent