Utan vallar: Ömurlegt kerfi bitnar enn á Íslandi (eða Ísrael) Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 09:05 Ísland og Bosnía gætu mæst í úrslitaleik um sæti á EM en það yrði þá í Sarajevo en ekki í Reykjavík, því Bosníumenn eru betri í að fá miðann sinn dreginn upp úr skál. vísir/Hulda Margrét Glópalán ræður alveg óþolandi miklu varðandi það hvaða Evrópuþjóðir komast í lokakeppnir stórmóta í fótbolta, í gegnum þær umspilsleiðir sem nú er notast við. Þetta hefur bitnað á Íslandi með ömurlegum hætti. Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Mér líður stundum eins og að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi ráðið nýjan mótastjóra fyrir nokkrum árum, sem sífellt boðar breytingar til að flækja allar keppnir. Og við misvitrir blaðamenn Evrópu þurfum alltaf að vera að útskýra hvernig keppnirnar virka og af hverju hinn eða þessi leikur skiptir máli. Tilgangur UEFA með Þjóðadeild og öðrum breytingum er þó eflaust ekki að flækja hlutina heldur að auka spennu í fleiri leikjum, sem er gott og blessað. Og það má alveg flækja hlutina en það má auðvitað ekki leiða til þess að keppnir verði ósanngjarnar. En það er einmitt það sem umspilin um sæti á stórmótum eru orðin. Hryllilega ósanngjörn. Og ég skil ekki að aðildarsambönd UEFA, þar á meðal KSÍ, sætti sig við það. Íslenska liðið á æfingu í Búdapest í Ungverjalandi í gær, þar sem það mætir Ísrael í kvöld þó að þetta sé heimaleikur Ísraels. Það er vegna stríðsins á Gasa.Getty/Alex Nicodim Hvað á ég við? Gott að þú spurðir. Ég er að tala um þá staðreynd að í umspili um sæti á EM skuli spilaðir stakir leikir, en ekki heima- og útileikur. Íslenska karlalandsliðið spilar til dæmis bara stakan leik við Ísrael, á útivelli (sem vegna stríðsins er reyndar í Búdapest) í kvöld. Fín lausn á krakkamóti en ekki með stórmót í húfi Ef Ísland vinnur í kvöld tekur svo við stakur úrslitaleikur á öðrum „útivelli“, gegn Bosníu eða Úkraínu (þá reyndar í Póllandi, vegna hins stríðsins). Og af hverju myndi Ísland spila úrslitaleikinn á útivelli? Af því að það var dregið um það. DREGIÐ! Þetta hljómar eins og fín lausn á krakkamóti en alls, alls ekki þegar milljarðar króna og sæti á stórmóti eru í húfi. Ég meina, hversu mikið betra væri fyrir Ísland (ef við værum eðlileg þjóð og ættum nothæfan heimavöll) að geta spilað um EM-sæti á Laugardalsvelli frekar en í Sarajevo? Mikið, mikið betra. Það sýna úrslitin í gegnum tíðina. Guðlaugur Victor Pálsson var í liði Íslands sem varð að sætta sig við tap gegn Ungverjum í síðasta EM-umspili. Ungverjar höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik.Getty/Laszlo Szirtesi Það er vissulega auðveldara að sætta sig við að Ísrael eigi heimaleikinn í undanúrslitum, þó að eðlilegra væri að hafa tveggja leikja einvígi. Í því tilviki gildir betri árangur Ísraela í Þjóðadeildinni. Þeir unnu sér inn fyrir heimaleiknum. Það er allt annað dæmi en að draga miða úr einhverri helvítis skál. Stríðið gerir hins vegar óhjákvæmilegt að leikurinn fari fram utan Ísraels. Búið að kosta Ísland sæti á EM og HM Þetta grátlega fyrirkomulag hefur eins og fyrr segir bitnað á Íslendingum. Mjög illa. Ég er ekki í vafa um það að ef að Ísland hefði fengið heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir síðasta EM, í úrslitaleik umspils, þá hefði liðið komist á þriðja stórmót sitt í röð. Í staðinn tapaði liðið með miklum naumindum í Búdapest. Það sama var uppi á teningnum þegar íslenska kvennalandsliðið gat komist á HM í fyrsta sinn, og mætti Portúgal í úrslitaleik umspils haustið 2022. Portúgalar grísuðust til að fá heimaleik, þrátt fyrir verri árangur í undankeppninni og lægri stöðu á öllum árangurstengdum styrkleikalistum, og unnu í framlengdri viðureign. Svo já, í mínum huga er ömurlegt kerfi búið að taka einn EM-farseðil og einn HM-farseðil af Íslendingum. En útivöllur er engin afsökun í kvöld og vonandi tekst Íslandi að hrósa sigri gegn Ísrael, og gegn Úkraínu eða Bosníu næsta þriðjudag, til að landa fyllilega verðskulduðu EM-sæti og rúmlega það. Tapi Ísland í kvöld bitnar þetta ömurlega fyrirkomulag í staðinn á Ísraelum. Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport fimmtudaginn 21. mars 2024. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Utan vallar Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira