Færðu forseta Íslands mislita sokka Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2024 14:13 Forseti Íslands með glæsilegum hópi gesta í tilefni alþjóðadags Downs heilkennisins. Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Hefð hefur verið fyrir því í forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Félag áhugafólks um Downs heilkenni heimsæki forsetann og færi honum mislita sokka að gjöf. Guðjón Gísli Kristinsson myndlistarmaður hannaði sokkana að þessu sinni með Guðjóni Tryggvasyni fatahönnuði.Stöð 2/Sigurjón „Stundum þarf táknrænar leiðir til að vekja athygli á hinu sjálfsagða. Ef það eru skræpóttir sokkar, þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“sagði forsetinn glaður í bragði þegar hann bauð nokkra krakka og fullorðna með Downs heilkenni og aðstandendur velkomna á Bessastaði. Að þessu sinni eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni. Guðmundur Ármann Pétursson formaður áhugafólks um Downs heilkennið segir mjög mikilvægt að eiga þennan dag til að minna á málefnið.Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ármann Pétursson formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið segir daginn hafa mikla þýðingu fyrir fólk með Downs heilkenni og aðstandendur þeirra. „Við náum að fá þessa athygli, vekja athygli á hagsmunum fólks með Downs heilkenni. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir okkur," segir Guðmundur Ármann. Sameinuðu þjóðirnar hafi gert þetta að alþjóðlegum degi Downs heilkennis árið 2011. Guðjón Gísli Kristinsson listamaður sem fæddist með Downs heilkenni afhenti forseta Íslands tvenn pör af mislitum sokkum í dag. Ein fyrir forsetan og önnur fyrir Elizu forsetafrú. Guðjón tryggvason fatahönnuð kom einnig að hönnun sokkanna.Stöð 2/Sigurjón „Og sögðu þá meðal annars frá því að Downs heilkenni er erfðabreytileiki sem hefur verið með mannkyni alla tíð. Það er ekki eitthvað að eða öðruvísi. Þetta er bara erfðabreytileiki og við erum að fagna því. Við erum að fagna lífinu og því að við viljum búa í fjölbreyttu samfélagi þar sem allir eiga að eiga jafnan aðgang,“ sagði Guðmundur Ármann á Bessastöðum í morgun. Forsetinn lætur ekki nægja að taka á móti hópnum á Bessastöðum. Hann ætlar líka að mæta í partý og dansleik félagsins í Þróttaraheimilinu í kvöld þar sem Herra Hnetusmjör heldur uppi fjörinu. Guðni segir þetta með skemmtilegri embættisverkum hans. En hér væri líka alvara á ferð því með aukinni tækni við fósturskimanir fækkaði fæddum börnum með Downs heilkenni. „Mæður, foreldrar eiga að taka sínar upplýstu ákvarðanir. Hluti af því á að snúast um það að fólk með Downs heilkenni getur átt öflugt, innihaldsríkt og hamingjusamt líf,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Málefni fatlaðs fólks Guðni Th. Jóhannesson Downs-heilkenni Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira