Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2024 06:58 Enn eykst flækjustigið við að ganga á topp Everest. Getty/Frank Bienewald Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir. Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Bókstaflega. Ef það var ekki nógu mikil áskorun fyrir að ganga örna sinna í frosti og við miður hagfelldar aðstæður þá bætist nú enn ofan á það en menn þurfa nú að fjarlægja saurinn, setja í lífrænan poka og taka með sér. Allan Cohr, ástralskur fjallgöngumaður og eigandi Everest One, sem skipuleggur ferðir á fjallið, segir að öllum sem hyggja á toppinn verði úthlutað ákveðnu magni poka, sem innihaldi efni sem geri hægðirnar harðar og komi í veg fyrir lykt. Pokana á að nota í búðum I til IV og alls staðar annars staðar þar sem náttúran kallar en pokunum verður síðan safnað saman í búðum II og flogið með þá í burtu. „Þeir segjast munu hafa eftirlit með pokunum en hvort þeir gera það veit ég ekki,“ hefur Guardian eftir Cohr. Áður var ætlast til þess að menn mokuðu holu fyrir kúkinn og aftur yfir hann en reglan virðist ekki hafa verið virt. Cohr segir saurinn þess í stað hafa safnast fyrir á fjallinu, frosinn til eilífðarnóns, en aðstæður séu þannig að hann brotnar ekki niður. Fjallagarpurinn og rithöfundurinn Alan Arnette segir pokana löngu tímabæra en hitt sé annað mál hvort nýju reglunum verði fylgt eftir; yfirvöld í Nepan hafi átt það til að gefa út alls konar yfirlýsingar en fylgja þeim svo ekki eftir.
Nepal Fjallamennska Everest Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira