Rétt gíraður Eiður sé einn besti hafsent landsins Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 23:30 Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins. Vísir Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliða Vestra í Bestu deild karla í fótbolta segir nýjasta leikmann liðsins. Reynsluboltann Eið Aron Sigurbjörnsson, vera þá týpu af leikmanni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög mótiveraður fyrir komandi tímabili með Vestfirðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta hafsent deildarinnar. Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Vestri Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira
Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Vestri Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjá meira