Draumkennd framtíðarvitrun frá heitustu danssveit landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:11 Danssveitin Gusgus var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Breaking Down ásamt Urði og Högna. Viðar Logi Ofurdanssveitin Gusgus var að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýja útgáfu sem á sér þó langa sögu. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: GusGus - Breaking Down Í laginu koma Urður og Högni bæði fram. Þau voru á sínum tíma hluti af Gusgus en hafa ekki verið viðloðin hljómsveitina í mörg ár. „Þegar Gusgus spilaða tónleika Nasa í „Naughty'isinu“ (árin 2003-2007) var Urður vön að syngja gamla Northern Soul slagara yfir endana á sumum Gusgus lögunum því það var hennar uppáhalds tónlist. Þegar hún kom til baka á plötunni Arabian Horse og undirbúningur á útgáfutónleikum fyrir hana var í undirbúningi, smellti hún laginu Breaking Down við endan á Gusgus laginu Moss sem hafði þá þegar fengið draumkendan endi með viðbótar hljómagangi. Þessi samsuða á Moss og Breaking Down hefur síðan iðulega verið lokalag hljómsveitarinnar en aldrei komið út fyrr en núna síðasta föstudag. Lagið var tekið upp árið 2013 með Urði og Högna en með í útgáfunni fylgir einnig upptaka af Moss og Breaking Down frá síðustu tónleikum í Eldborg þar sem Margrét Rán og Daníel Ágúst takast á við lagið,“ segir Biggi Veira, meðlimur Gusgus. Tónlistarkonan Urður teiknuð í myndbandinu. Stilla úr myndbandi Tónlistarmyndband við lagið er í anda teiknimyndasagna Jodorowsky og Moebius, draumkennd nostalgísk framtíðarvitrun. Myndbandið var teiknað af Atla Sigursveinssyni sem sá einnig um lokavinnsluna ásamt Loga Sigursveinssyni. Margrét Rán, Biggi Veira og Daníel Ágúst teiknuð í myndbandinu. Stilla úr myndbandi Gusgus hefur verið mótandi aðili í íslenskri danstónlist í áratugi og eru hvergi nærri hætt. Þau standa meðal annars fyrir tvennum tónleikum í Gamla bíó 10. og 11. maí næstkomandi og verða með tónleika í Eldborg í nóvember. Það er alltaf gríðarleg stemning á Gusgus tónleikum. Bent Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify og hér má sjá myndbandið á Youtube. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Galið að geyma lagið í skúffunni Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. 20. mars 2024 07:01 GusGus kom, söng og sigraði Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“ 21. nóvember 2023 09:00 Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ástfanginn Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn. 20. nóvember 2023 09:56 Sumarlag fyrir veturinn frá GusGus og Vök Íslensku hljómsveitirnar GusGus og Vök voru að sameina krafta sína við útgáfu á laginu When We Sing. 7. október 2023 17:00 Birnir og GusGus með sumarteknósmell Teknóhljómsveitin GusGus og rapparinn Birnir sameina krafta sína í nýju lagi, sannkölluðum sumartekósmelli, sem ber nafnið Eða? 7. júlí 2023 09:42 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: GusGus - Breaking Down Í laginu koma Urður og Högni bæði fram. Þau voru á sínum tíma hluti af Gusgus en hafa ekki verið viðloðin hljómsveitina í mörg ár. „Þegar Gusgus spilaða tónleika Nasa í „Naughty'isinu“ (árin 2003-2007) var Urður vön að syngja gamla Northern Soul slagara yfir endana á sumum Gusgus lögunum því það var hennar uppáhalds tónlist. Þegar hún kom til baka á plötunni Arabian Horse og undirbúningur á útgáfutónleikum fyrir hana var í undirbúningi, smellti hún laginu Breaking Down við endan á Gusgus laginu Moss sem hafði þá þegar fengið draumkendan endi með viðbótar hljómagangi. Þessi samsuða á Moss og Breaking Down hefur síðan iðulega verið lokalag hljómsveitarinnar en aldrei komið út fyrr en núna síðasta föstudag. Lagið var tekið upp árið 2013 með Urði og Högna en með í útgáfunni fylgir einnig upptaka af Moss og Breaking Down frá síðustu tónleikum í Eldborg þar sem Margrét Rán og Daníel Ágúst takast á við lagið,“ segir Biggi Veira, meðlimur Gusgus. Tónlistarkonan Urður teiknuð í myndbandinu. Stilla úr myndbandi Tónlistarmyndband við lagið er í anda teiknimyndasagna Jodorowsky og Moebius, draumkennd nostalgísk framtíðarvitrun. Myndbandið var teiknað af Atla Sigursveinssyni sem sá einnig um lokavinnsluna ásamt Loga Sigursveinssyni. Margrét Rán, Biggi Veira og Daníel Ágúst teiknuð í myndbandinu. Stilla úr myndbandi Gusgus hefur verið mótandi aðili í íslenskri danstónlist í áratugi og eru hvergi nærri hætt. Þau standa meðal annars fyrir tvennum tónleikum í Gamla bíó 10. og 11. maí næstkomandi og verða með tónleika í Eldborg í nóvember. Það er alltaf gríðarleg stemning á Gusgus tónleikum. Bent Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify og hér má sjá myndbandið á Youtube.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Galið að geyma lagið í skúffunni Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. 20. mars 2024 07:01 GusGus kom, söng og sigraði Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“ 21. nóvember 2023 09:00 Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ástfanginn Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn. 20. nóvember 2023 09:56 Sumarlag fyrir veturinn frá GusGus og Vök Íslensku hljómsveitirnar GusGus og Vök voru að sameina krafta sína við útgáfu á laginu When We Sing. 7. október 2023 17:00 Birnir og GusGus með sumarteknósmell Teknóhljómsveitin GusGus og rapparinn Birnir sameina krafta sína í nýju lagi, sannkölluðum sumartekósmelli, sem ber nafnið Eða? 7. júlí 2023 09:42 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Galið að geyma lagið í skúffunni Plötusnúðurinn DJ Margeir hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar undanfarna áratugi. Á dögunum urðu vatnaskil í hans lífi þegar hann ákvað að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni ásamt tónlistarkonunni Matthildi. Blaðamaður ræddi við Margeir og sömuleiðis má sjá tónlistarmyndband við lagið í pistlinum. 20. mars 2024 07:01
GusGus kom, söng og sigraði Tveir hljóðfæraleikarar eru að spila í krá í villta vestrinu, annar á kontrabassa og hinn á píanó. Inn á krána gengur illilegur náungi með alvæpni. Bassaleikarinn segir þá við píanóleikarann: „Það er vondur maður að koma... spilaðu í molltóntegund!“ 21. nóvember 2023 09:00
Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ástfanginn Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn. 20. nóvember 2023 09:56
Sumarlag fyrir veturinn frá GusGus og Vök Íslensku hljómsveitirnar GusGus og Vök voru að sameina krafta sína við útgáfu á laginu When We Sing. 7. október 2023 17:00
Birnir og GusGus með sumarteknósmell Teknóhljómsveitin GusGus og rapparinn Birnir sameina krafta sína í nýju lagi, sannkölluðum sumartekósmelli, sem ber nafnið Eða? 7. júlí 2023 09:42