Skrapp til Grindavíkur og uppgötvaði stórtækan þjófnað Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 11:21 Jón kemur alltaf við á byggingarlóðinni þegar hann á leið um Grindavík, en hann tók eftir því að eitthvað var að í þetta skipti. Vísir/Arnar Járnmottum sem voru í Grindavík og í eigu byggingafyrirtækisins Bláhæðar hefur verið stolið. Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira