Grindvíkingar leggja niður yngri flokka Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 17:05 Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem greint er frá því að ekki verði unnt að starfrækja starf yngri flokka hjá félaginu í ljósi stöðunnar í bænum. „Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira