Mikil aðsókn í neyðarskýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 12:30 Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli fyrir heimilislausa síðustu daga. Þá hafa margir dvalið þar í vetur. Vísir/Arnar Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira