„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 20:24 Dóra Tynes telur langt í að kaup Landsbankans á TM muni ganga í gegn vegna rannsóknar EFTA á kaupunum. Stöð 2 Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Lögmaðurinn Dóra Sif Tynes birti í gær grein á Innherja, þar sem hún fór yfir þau sjónarmið Evrópuréttar sem gæta þyrfti að við fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM af Kviku fyrir 28,6 milljarða. Reglur EEs-samningsins bönnuðu almennt ríkisaðstoð, það er að segja, hvers konar ákvarðanir ríkisins, stofnana þess eða fyrirtækja í þess eigu, sem myndu skekkja samkeppni á markaði. „Það felst í því að leggja mat á til dæmis ef að ríkið er að kaupa eignir. Er það að haga sér eins og góður og gegn markaðsaðili. Eru allar forsendur viðskiptanna sambærilegar því sem einkafjárfestir myndi gera,“ segir Dóra. Merkilegt að bankinn fari gegn vilja eigandans Fjármálaráðherra hefur lýst andstöðu við kaupin, sem bankinn virðist þó ætla að halda fast við. Dóra telur það merkilegan flöt í málinu. „Og ég held að við getum alveg fullyrt að einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda þess,“ segir hún. Umfangsmikið og flókið mál „Ég myndi ætla að hér séum við með dálítið flókið verkefni af því þarf að fara yfir allar áætlanir bankans, það þarf að fara yfir forsendur tilboðsins og meta hvort það samrýmist reglu um góðan og gegnan einkafjárfesti. Og það myndi ég ætla að gæti tekið nokkurn tíma,“ segir Dóra. Þar sé litið til fjármögnunar, verðs, samsetningu tilboðs og fleiri þátta. Samkeppnisaðilar, eða aðrir sem telji sig eiga lögvarða hagsmuni ímálinu, geti kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem beri að hefja rannsókn. „Og á meðan er óheimilt að hrinda gjörningnum í framkvæmd,“ segir hún. Þannig að það er kannski ekkert víst að við getum farið að kaupa tryggingar frá ríkinu alveg ánæstunni? „Nei, ég ætla að leyfa mér að spá því að það verði einhver bið á því,“ sagði hún að lokum.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Kaup og sala fyrirtækja EFTA Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira