Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:44 Íbúar í Seyðisfirði hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum yfir heiðina. Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. „Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“ Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira
„Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“
Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Sjá meira