Atvikið má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Þar gefur Phillips áhorfanda fingurinn eftir að hann kallaði leikmanninn „gagnslausan“.
Kalvin Phillips shows the middle finger to a West Ham fan who called him 'useless'. 😳pic.twitter.com/qOk6ANQe1X
— CentreGoals. (@centregoals) March 30, 2024
Phillips hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann fór frá Leeds til Manchester City árið 2022. Leiktími hans þar var mjög takmarkaður og Phillips fór á láni til West Ham í lok janúar á þessu ári.
Í fyrsta leik fyrir West Ham gaf Phillips boltann frá sér sem leiddi til marks strax á 3. mínútu gegn Bournemouth. Hann kom inn sem varamaður í 1-3 á laugardag gegn Newcastle, gaf vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar sem blés lífi í Newcastle og leiddi til endurkomu þeirra og 4-3 sigurs.
West Ham hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið en David Moyes, þjálfari liðsins, sagði félagið ætla að styðja Phillips á erfiðum tímum á hans ferli og kallaði eftir því að stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama.
„Kalvin er mannlegur, hann þarf á stuðningi fólksins að halda, við munum styðja hann. Við þurfum að fá áhorfendur á bakvið hann líka því Kalvin er frábær leikmaður og ég trúi því að hann geti enn gert góða hluti hér.“ sagði þjálfarinn Moyes.
West Ham mætir næst Tottenham í Lundúnaslag á morgun, þriðjudag.