„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 09:30 Stjarnan var heitasta lið Bestu deildar karla þegar síðasta tímabili lauk. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira