Óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 23:39 Kona slasaðist nokkuð alvarlega í snjóflóði af mannavöldum á páskadag. Vísir/Jóhann Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar. „Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“ Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Náttúruleg snjóflóðavirkni var mikil á meðan á veðrinu stóð og eftir að því slotaði hafa allnokkur snjóflóð fallið af mannavöldum,“ kemur fram í færslunni. Þar kemur einnig fram að þessi fjöldi flóða af mannavöldum teljist óvenjulegur og því rétt að leggja áherslu á að fjallafólk, hvort sem það er á skíðum, gangandi eða á vélsleða, gæti hinnar ýtrustu varúðar. „Jafnframt er ráðlagt að forðast eftir fremsta megni brattar brekkur og huga sérstaklega vel að leiðarvali, forðast gil, brúnir og aðrar landslagsgildrur, lesa snjóflóðaspá og fylgjast með snjóflóðavirkni á svæðinu. Enn er talin mikil hætta á því að fólk setji af stað snjóflóð á Norðurlandi og Austfjörðum og mildi að ekki fór verr í snjóflóðaatvikum síðustu daga.“ Kona slasaðist töluvert Síðustu vikuna hefur Veðurstofunni borist fregnir af átta snjóflóðum af mannavöldum. Meðal annars á páskadegi þegar skíðahópur lenti í slíku í Dalsmynni. Kona slasaðist töluvert á fæti þar sem flóðið dró hana með sér í gegnum kjarrlendi. Mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins. Í gær grófust einnig fjórir í tveimur snjóflóðum í nágrenni Húsavíkur annars vegar og hins vegar í Ólafsfirði. Björgun gekk þó vel í báðum tilfellum og hlaut enginn alvarleg sár. „Fólk er hvatt til þess að deila upplýsingum um snjóflóð, sérstaklega þegar þau eru af mannavöldum, en þau gefa mikilvægar vísbendingar um stöðugleika snjóþekjunnar og hjálpa okkur á snjóflóðavaktinni við að meta aðstæður og skrifa betri snjóflóðaspár. Hér er hægt að tilkynna snjóflóð til Veðurstofunnar. Einnig er hægt að senda tölvupóst á snjoflod@vedur.is.“
Veður Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira