Man Utd yfir þegar 99 mín. og 17 sek. voru komnar á klukkuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 10:01 Leikmenn Man United voru allt annað en sáttir með að dómari leiksins skildi bæta átta mínútum við og dæma svo vítaspyrnu þegar sá tími var svo gott sem liðinn. Catherine Ivill/Getty Images Manchester United tapaði á einhvern ótrúlegan hátt 4-3 fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Brúnni í Lundúnum á fimmtudagskvöld. Man United var 3-2 yfir þegar níu mínútur og sautján sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Leikur Chelsea og Man United á fimmtudag sýndi bersýnilega af hverju þessi tvö lið eru ekki meðal bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Á meðan leik Manchester City og Arsenal var líkt við hágæða skák á dögunum þá var leikurinn á Brúnni meira eins og borðtennis, þá sérstaklega í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var fínasta skemmtun, heimamenn komust 2-0 yfir en gestirnir jöfnuðu og allt jafnt í hálfleik. Síðari hálfleikur var framan af spilaður á hraða sem hvorugt lið réði við en eftir að Alejandro Garnacho kom gestunum frá Manchester yfir á 67. þá lögðust þeir niður í eign vítateig og vonuðu það besta. Það hjálpaði vissulega ekki að vera án Luke Shaw, Lisandro Martínez og Victor Lindelöf en það gerði þó útslagið þegar miðvörðurinn Raphaël Varane fór af velli í hálfleik. Í hans stað kom gamla brýnið Jonny Evans. Sá var fenginn inn síðasta sumar til að miðla reynslu sinni og mögulega spila leik hér og þar ef þyrfti. Evans var hins vegar að koma inn í því sem var hans 25. leikur á tímabilinu í öllum keppnum. Það sem meira er þá hafði þessi 36 ára gamli Norður-Íri verið að glíma við meiðsli og entist aðeins tuttugu mínútur í ógnarhraðanum á Brúnni. Í hans stað kom hinn ungi Willy Kambwala inn af bekknum en hann er sjötti – í raun sjöundi – kostur í miðvarðarstöðu Rauðu djöflanna. Allt þetta leiddi til þess að þegar djúpt var komið inn í uppbótartíma þá braut Diogo Dalot af sér innan vítateigs að mati dómara leiksins og vítaspyrna var dæmd. Cole Palmer fór á punktinn og jafnaði metin fyrir heimamenn. Palmer, sem var stuðningsmaður Man United á sínum yngri árum, tryggði Chelsea svo sigurinn á 11. mínútu uppbótartíma þegar Enzo Fernandez haf á hann eftir hornspyrnu og skot Palmers fór af Scott McTominay og í netið. Manchester United were leading 3-2 against Chelsea at 99:17, the latest a side has ever led in a Premier League match and gone on to lose.#CFC | #MUFC | #CHEMUN @OptaJoe pic.twitter.com/FN8qlEqHfG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 4, 2024 Chelsea vann leikinn 4-3 þrátt fyrir að Man United væri yfir þegar 99 mínútur og 17 sekúndur væru komnar á klukkuna. Aldrei hefur lið verið yfir jafn seint í leik og tapað.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Palmer hetjan í ótrúlegum sigri Chelsea á Manchester United Cole Palmer tryggði Chelsea dramatískan 4-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma venjulegs leiktíma í leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. 4. apríl 2024 18:47