Klopp vill hefnd og Ten Hag segir að leikmenn muni mæta reiðir til leiks Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 11:30 Jurgen Klopp og Erik Ten Hag mætast á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem þessir erkifjendur mætast en United sló Liverpool út úr enska bikarnum á dögunum. Leiks Manchester United og Liverpool í dag er beðið með töluverðri eftirvæntingu en Liverpool getur lyft sér aftur á topp úrvalsdeildarinnar með sigri. Leikur liðanna í enska bikarnum á dögunum var stórkostleg skemmtun en þar vann United 4-3 sigur eftir framlengdan leik. Jurgen Klopp segir að hans menn verði að leiðrétta mistökin sem þeir gerðu í tapinu á Old Trafford á dögunum. „Við vorum mjög góðir þá en við kláruðum ekki góðu stöðurnar sem við komum okkur í. Framlengingin var of mikið fyrir okkur og við gátum ekki komið í veg fyrir mistökin. Þetta var leikur þar sem við misstum tökin,“ sagði Klopp í viðtali fyrir leikinn í dag. Hann segir að Untied hafi náð að snúa þeim leik sér í vil og að liðið sé afar sterkt á sínum heimavelli. „Gegn þessum andstæðingi og á þessum velli þurfum við að spila mjög vel ef við viljum fá eitthvað út úr leiknum.“ „Þurfum að læra hvernig við vinnum leiki“ Lið Manchester United mætir eflaust ekki með sjálfstraustið í hæstu hæðum í gær. Liðið tapaði á ótrúlegan hátt gegn Chelsea í vikunni eftir að hafa fengið tvö mörk á sig þegar um tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag segir að leikmenn liðsins muni mæta reiðir til leiks í dag. „Við erum með karakter. Ég er viss um að það mun sjást í leiknum gegn Liverpool. Við erum með gæði og góða leikmenn. Við höfum séð gegn Liverpool að við getum unnið bestu liðin í ensku deildinni.“ „Við þurfum að læra hvernig við vinnum leiki. Við þurfum að taka betri ákvarðanir sem einstaklingar og sem lið. Við þurfum að ná okkur fljótt og verðum reiðir og orkumiklir. Það er leiðin sem við þurfum að fara.“ Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Leiks Manchester United og Liverpool í dag er beðið með töluverðri eftirvæntingu en Liverpool getur lyft sér aftur á topp úrvalsdeildarinnar með sigri. Leikur liðanna í enska bikarnum á dögunum var stórkostleg skemmtun en þar vann United 4-3 sigur eftir framlengdan leik. Jurgen Klopp segir að hans menn verði að leiðrétta mistökin sem þeir gerðu í tapinu á Old Trafford á dögunum. „Við vorum mjög góðir þá en við kláruðum ekki góðu stöðurnar sem við komum okkur í. Framlengingin var of mikið fyrir okkur og við gátum ekki komið í veg fyrir mistökin. Þetta var leikur þar sem við misstum tökin,“ sagði Klopp í viðtali fyrir leikinn í dag. Hann segir að Untied hafi náð að snúa þeim leik sér í vil og að liðið sé afar sterkt á sínum heimavelli. „Gegn þessum andstæðingi og á þessum velli þurfum við að spila mjög vel ef við viljum fá eitthvað út úr leiknum.“ „Þurfum að læra hvernig við vinnum leiki“ Lið Manchester United mætir eflaust ekki með sjálfstraustið í hæstu hæðum í gær. Liðið tapaði á ótrúlegan hátt gegn Chelsea í vikunni eftir að hafa fengið tvö mörk á sig þegar um tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag segir að leikmenn liðsins muni mæta reiðir til leiks í dag. „Við erum með karakter. Ég er viss um að það mun sjást í leiknum gegn Liverpool. Við erum með gæði og góða leikmenn. Við höfum séð gegn Liverpool að við getum unnið bestu liðin í ensku deildinni.“ „Við þurfum að læra hvernig við vinnum leiki. Við þurfum að taka betri ákvarðanir sem einstaklingar og sem lið. Við þurfum að ná okkur fljótt og verðum reiðir og orkumiklir. Það er leiðin sem við þurfum að fara.“
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira