Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2024 20:00 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd Seðlabankans telur að bankinn eigi að byrja að lækka stýrivexti. Hann tekur fram að ákvörðun hans um að hætta í nefndinni sé alls ótengd því að hann var ósammála síðustu ákvörðunum hennar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent