Þurfti að flýja skotárás í Mexíkó Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. apríl 2024 08:01 Eiríkur hefur lent í ótrúlegustu aðstæðum á ferðalaginu. Aðsend Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld lét langþráðan draum rætast fyrir hálfu ári og hélt einn af stað í mótorhjólaferð þvert yfir Bandaríkin, áleiðis til Suður Ameríku. Ferðalagið stendur enn yfir og lokaáfangastaðurinn er Ríó de Janeiro í Brasilíu. Ferðalög eru mikil ástríða hjá Eiríki. Hann rekur Two Wheels Travel, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í persónulegum mótor- og reiðhjólaferðum, og hefur ferðast víða í tengslum við starfið. Árið 2017 eignaðist hann sitt fyrsta mótorhjól og féll að eigin sögn strax fyrir frelsinu sem fylgir þeim ferðamáta. „Ég hafði ferðast töluvert erlendis áður, bæði einn og með öðrum, og leigt þá mótorhjól eða reiðhjól. Ég var til dæmis búinn að ferðast til Víetnam, Kúbu og Marokkó. En aldrei lengur en í tvær eða þrjár vikur í senn.“ Tók slaginn Eiríkur æfði knattspyrnu í mörg ár og eftir að hann hafði lagt takkaskóna á hilluna myndaðist ákveðið tómarúm í lífi hans. „Og ferðalögin náðu að fylla upp í þetta tómarúm. Árið 2019 fór ég síðan að leggja drögin að þessari ferð. En svo kom heimsfaraldurinn og það setti augljóslega strik í reikninginn.“ Á seinasta ári ákvað Eiríkur síðan að láta slag standa. Það væri nú eða aldrei. Hann setti íbúðina sína á Íslandi í útleigu, gerði viðeigandi ráðstafanir og útbjó fjárhags-og ferðaáætlun. Sú áætlun átti þó heldur betur eftir að taka breytingum eftir því sem leið á ferðalagið. Hann hefur birt reglulega færslur, ljósmyndir og myndskeið úr ferðinni á Instagram og Facebook. Ákvað að sleppa tökunum Í september síðastliðnum flaug Eiríkur síðan af landi brott á meðan mótorhjólið sigldi vestur um haf með Eimskip. Fyrsti áfangastaðurinn var Portland í Maine, á austurströnd Bandaríkjanna. „Það tók sinn tíma að leysa hjólið úr tollinum. Eftir þrjá daga í Portland fékk ég hjólið loks í hendurnar og brosti mínu breiðasta. Ég gat ómögulega komið öllu draslinu fyrir í töskurnar á hjólið og var gáttaður á því hversu illa ég hafði hugsað hlutina. Eftir um klukkustundar bras á höfninni í Portland fór ég loks af stað og setti stefnuna á New Jersey þar sem vinur beið mín með gistingu og heimgerðan kólombískan mat. Ég var eflaust búinn að hjóla í um þrjár klukkustundir þegar ég nam staðar og sá á símanum mínum að það var rauð viðvörun sökum leifar af fellibyls sem var á leiðinni yfir Massachusetts og ég var staddur í auga stormsins. Ég leitaði skjóls á bensínstöð og sá að ég var enn um þrjár klukkustundir frá New Jersey. Góð ráð voru dýr og ég leitaði á slóðir samfélags sem kallast „ Bunk-a-biker”. Þar býðst mótorhjólafólki gistingu hjá einstaklingum sem búa á nálægum slóðum. Ég sló á þráðinn hjá einum slíkum sem var í um 45 mínútna fjarlægð. Hann og konan hans tóku á móti mér með opnum örmum, hýstu mig og buðu mér út að borða.“ Eiríkur hóf ferðina á austurströndinni og keyrði svo þvert yfir Bandaríkin.Aðsend Eiríkur hélt síðan af stað í gegnum Amish svæði Virginíu, Vestur Virginíu og Pensylvaníu. Það tók hann fjórtán daga daga að þræða sig í gegnum sveitir og þorp, á litlum bakvegum með ýmsum grýttum slóðum hér og þar. „Ég lenti í vandræðum fyrstu vikurnar, af því að ég var of mikið að reyna að stjórna ferðinni; halda mér á áætlun. Og ég upplifði kvíða og stress. Ég ræddi málin við fjölskyldu og vini og uppgötvaði í kjölfarið að ég gæti bara gefið skít í planið; ég bjó það til sjálfur og gat þar af leiðandi breytt því líka. Ég tók í kjölfarið ákvörðun um renna blint í sjóinn og vera ekki að festa mig við einhverjar áætlanir. Ég vildi frekar fylgja straumnum og sjá hvert það myndi leiða mig. Láta þetta ráðast af sjálfu sér. Þegar einhver spyr mig núna, þá segi ég að ég sé viti ekki hundrað prósent hvert ég sé að fara, en ég sé allavega á leiðinni. Lokaáfangastaðurinn er ennþá Ríó, það hefur ekki breyst. En ég er langt á eftir áætluninni sem ég bjó til þarna í byrjun.“ „I have a gun and a shovel.“ Í Virginíu og Pensylvaníu fylgdi Eiríkur GPS hnitum af slóðum og litlum bakvegum sem kallast „Mid-Atlantic Backcountry Discovery route.“ „Þetta var um 1000 mílna leið, eða um 1700 kílómetrar sem tóku mig um Amish ræktunarlönd og Appalachian fjallagarðinn sem teygir sig frá Nýfundnalandi í Kanada niður til Alabama í Bandaríkjunum. Fjöllin eru skógi vaxin og inn á milli má finna vötn og sveitir sem minna óneitanlega á Svartaskóg í Þýskalandi.“ Á þessum tíma kom Eiríkur sér upp ákveðinni rútínu sem fólst í því að reyna að hjóla 200 til 300 kílómetra á hverjum degi, með reglulegum stoppum til að borða, taka bensín og taka myndir. Þegar líða fór að kvöldi þurfti hann síðan að finna hentugan stað til að henda upp tjaldinu, eða finna annan gististað. Hann gisti aðallega í þjóðgörðum, og endrum eins og á vegamótelum. Á ferðlaginu hefur Eiríkur tjaldað á ótrúlegustu stöðum.Aðsend „Einnig tjaldaði ég út í buska ef ég var seint á ferðinni eða fann sjarmerandi áningarstað. Ég reyndi ávallt að finna næturstað sem er utan alfaraleið eða við vatn. Í einum slíkum, í skóglendi Vestur-Virginíu, kom ég mér fyrir í ljósaskiptunum og fylgdist með forvitnum dádýrum í fjarska. Morgunin eftir tók ég göngutúr um svæðið og áttaði mig á því að ég var alls ekki úr alfaraleið. Það voru skilti víðsvegar og reglulega sem gáfu sterklega til kynna að ég væri á landareign og óviðkomandi aðgangur væri stranglega bannaður. Til að vekja athygli á að landareigandi vildi ekki flækingja eins og mig á þessum slóðum stóð á öllum þessum skiltum: „I have a gun and a shovel.“ Það tók mig smá tíma að átta mig á hvað hann meinti með skóflunni!“ Allt er stórt í Ameríku Þaðan lá leið Eiríks áfram, þvert yfir Bandaríkin; í gegnum slétturnar í Suðurríkjunum; Tennessee, Alabama og síðast en ekki síst, Mississippi. „Ég hoppaði inn á annað GPS- hnit af mikilli pílagrímaleið, þvert yfir Bandaríkin sem kallast „Trans America Trail”. 7000 kílómetrar af litlum sveitavegum, og aðallega óbundið slitlag. Í stað skóga og trjáa, voru það endalausir akrar af ræktunarlöndum. Bómull og beitilönd.“ Í upphafi ferðarinnar birti hann færslu inni á facebook hópi sem er ætlaður mótorhjólafólki sem er að ferðast þessa sömu leið, hina svokölluðu TransAmerica Trail. Hann hefur líka verið iðinn við að birta myndir og sögur úr ferðinni á samfélagsmiðlum. Þannig hefur hann komist í samband við fjölmarga mótorhjólaferðalanga í Bandaríkjunum sem hann hefur hitt, og fólk sem hefur boðið honum sturtu-og þvottaaðstöðu eða jafnvel gistingu. Það er ýmislegt áhugavert í Bandaríkjunum.Aðsend „Það kom mér á óvart hvað það voru margir sem höfðu uppi á mér í gegnum samfélagsmiðla. Mörgum finnst líka voða spennandi að hitta Íslending sem er að fara í gegnum þessi svæði.“ Á ferðalaginu yfir Bandaríkin og Mexíkó hefur Eiríkur reglulega komið sér í samband við aðra ferðalanga á mótorhjóli, og í nokkrum tilfellum hefur hann slegist í för með einum eða fleiri. Þeir hafa þá ferðast saman í nokkra daga og heimsótt ótrúlegustu svæði. Síðan skilja leiðir og Eiríkur heldur áfram ferðinni einsamall. „Það er búið að vera mjög gaman, það er gott að fá félagsskap og kanna alla þessa staði með öðrum, en þess á milli finnst mér æðislegt að vera bara einn með sjálfum sér, í tjaldi einhvers staðar úti í buskanum.“ Hann segist ekki áður hafa gert sér grein fyrir því hvað Bandaríkin eru í raun ótrúlega stórt land. „Það er allt stórt í Ameríku. Hvort sem það eru bílarnir, fólkið, vegalengdirnar og maturinn. Ég var búinn að lesa mikið um hversu stór sum fylkin eru, en ekkert gat undirbúið mig undir það fyrr en ég kom hingað út. Þau eru risastór!” Eiríkur lagði upp með ákveðið ferðaplan sem síðan hefur teygst á langinn.Aðsend Eftirminnileg kvöldmáltíð Aðspurður um eftirminnilegar uppákomur á ferðalaginu rifjar Eiríkur upp þegar hann var staddur á hjólinu í grennd við búgarð í Missisippi, úr alfaraleið. „Ég verð nú eiginlega að segja það að Missisippi stóð svolítið upp úr svona í heildina, þetta ríki sem er lengst niðri í Biblíubeltinu. Fólkið, staðirnir og allt saman var nákvæmlega eins og það sem við sjáum í bíómyndunum. En ég lenti semsagt í því að sprengja dekk á hjólinu mínu þar sem ég var rétt hjá þessum búgarði. Það var alveg að koma myrkur og ég leitaði til þeirra á búgarðinum og bað um að fá nota ljósið hjá þeim, svo ég gæti skipt um dekk. Það endaði á því að þau buðu mér að borða með sér og leyfðu mér síðan að gista hjá þeim um nóttina.” Máltíðin var vægast sagt sérstök, en á borðum var þvottabjarnakjöt. „Þau sögðu mér að þetta væri „roadkill” en ég er nú ekki alveg viss um að það hafi verið satt. Svo var sest niður fyrir matinn og allir héldust í hendur og fóru með borðbæn. Þetta var ótrúlega fyndin og súrrealísk upplifun. Ég endaði á því að eyða heilum degi til viðbótar þarna á búgarðinum, hjálpaði fólkinu við hin og þessi störf, og við spjölluðum og ég fékk innsýn inn í þeirra líf. Mér fannst þetta ofboðslega dýrmæt reynsla og eftirminnileg. Ég fékk þarna að að kynnast alvöru „southern hospitality.” Þaðan lá leiðin til Louisana og Kansas. Eiríkur hitti allskonar fólk í Bandaríkjunum. „Margir af þeim sem ég gisti hjá voru rosalega spenntir fyrir að sýna mér byssusafnið sitt. Sérstaklega þarna í suðurríkjunum. Það var alveg allsráðandi. Þessi steríótýpu-ímynd af Bandaríkjamönnum sem ég fékk þarna er í rauninni nákvæmlega eins og það sem sést í bíómyndum. Maður veit í rauninni ekki hvort fólkið er að apa upp eftir bíómyndunum eða hvort bíómyndirnar eru að apa upp eftir þeim. En það var áberandi, hvar sem ég kom, að fólk var einstaklega viðkunnalegt og gestrisið og allir voru boðnir og búnir að hjálpa manni. Og það sama gildir um þá sem ég hef hitt hérna í Mexíkó, þar sem ég er núna.” Aleinn á hvítri strönd Þegar líða á tók á septembermánuð þurfti Eiríkur síðan að gera hlé á ferðinni í tvo mánuði, koma mótorhjólinu í geymslu, koma sér til Los Angeles og fljúga þaðan til Kambódíu og Víetnam þar sem hann er með bæði mótorhjóla- og reiðhjólaferðir skipulagðar. „Ég skoðaði landakort og áætlaði að ég yrði eitthvers staðar mitt á milli Dallas í Texas og Oklahoma City í Okloma. Ég setti því næst inn færslu á tvo stóra alþjóðlega Facebook-hópa. Hann endaði í kjölfarið heima hjá bandarískum hjónum í bænum Rainbow í Texas. Hann var þá búinn að hjóla um Bandaríkin rúma átta þúsund kílómetra á innan við 22 dögum. „Húsið þeirra og umhverfi var alveg eins og ég ímyndaði mér að hús í Texas myndi líta út. Stórt og tignarlegt, hlýtt og með karakter, uppi á hæð með útsýni yfir Texas slétturnar.” Á frumbyggjasvæðum Eiríkur flaug þvínæst til Hanoi í Víetnam og næstu fjórar vikur fóru í að þeysast um norðurhluta Víetnam á liprum mótorhjólum, um fjöll og fyrnindi, um þorp og sveitir, um hrísgrjóna- og teakra. Þaðan lá leiðin til Kambódíu og í desember lá leiðin aftur til Texas. Næstu vikurnar ferðaðist hann síðan meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, í gegnum eyðimerkur og sléttur Nýju Mexíkó og Arizona. Teakrar í Víetnam,Aðsend „Þetta var eins og að vera kúreki í villta vestrinu. Það var líka merkileg upplifun að fara í gegnum frumbyggjasvæðin þarna. Ég þurfti að biðja um leyfi til að fara þar í gegn, af því að hvítt fólk er ekki velkomið þar.” Eftir stutta vinnuferð til Kúbu lá leið Eiríks síðan niður Baja California skagann; eitt af 32 fylkjum Mexíkó. Hann fylgdi leið sem kallast „Baja Divide” og er rúmlega 2700 kílómetra leið niður Baja California skagann. 95 prósent af leiðinni er ómalbikað. „Fyrstu tvær vikurnar að hjóla um Baja California voru mesta ævintýri sem ég hef upplifað,” segir hann. „Ég var í heilan mánuð að keyra niður strandlengjuna og stoppaði í litlum bæjum til að fylla á eldsneyti og matarbirgðir. Strendurnar voru ótrúlega fallegar; tærar og óspilltar, enda eru engir túristar þarna. Það var ansi mögnuð upplifun að tjalda þarna einn og vera með þriggja kílómetra hvíta strönd alveg út af fyrir mig.” Hann ferðaðist um afskekkt svæði, heimsótti þorp og sveitir, fjöll og eyðimerkur og fékk innsýn í daglegt líf heimafólks. Eftir heilan mánuð í Baja California var síðan kominn tími til að halda áfram yfir á meginland Mexíkó. Eiríkur tók ferju frá La Paz yfir til Mazatlan í Sinaloa héraði. Þaðan lá leiðin hátt upp í fjöllin í átt að gömlum námuborgunum Durango & Zacatecas. Eftir þrjár vikur hyggst Eiríkur fara yfir landamærin til Guetemala, þaðan til Costa Rica og þaðan til Panama. Leiðin mun liggja suður í gegnum Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu og Perú. Hann stefnir á að gera hlé á ferðinni í september til að sinna vinnutengdum verkefnum í Asíu og á Íslandi og snúa síðan aftur til Perú í byrjun næsta árs. Þaðan er stefnan sett á Brasilíu, í gegnum Amazon og loks er það lokaáfangastaðurinn: Río de Janeiro. Hjartað ætlaði út úr líkamanum Eiríkur hefur reglulega fengið spurninguna „Er þetta ekki hættulegt?” - bæði áður en ferðalagið hófst og eftir að hann hélt af stað. Í upphafi ferðarinnar birti hann eftirfarandi færslu á facebook: „Óvissan yfir hvað mun gerast er vissulega óþægileg, en hræddur er ég ekki. Ég hef óbilandi trú á sjálfum mér í erfiðum aðstæðum. Ég veit að ég mun lenda í þeim. Ég veit að ég mun týnast. Ég veit að ég mun verða svangur og hjólið mun bila. Ég veit að ég mun þurfa á aðstoð að halda, eflaust oftar en ég geri ráð fyrir og vona. Það er óumflýjanlegt á svo löngu ferðalagi. En ég veit einnig að ég mun lenda í mörgum ævintýrum. Ég veit að ég mun verða ástfangin, af landi og þjóð. Ástfangin af veðurfari og borg. Ástfangin af frelsinu og öllu sem því fylgir.” Hann segist skilja vel þessar áhyggjur fólks. „Þessi svæði, sérstaklega í Mexíkó og Brasilíu, þetta eru staðir sem fæstir hafa komið á. Fólk er kanski með einhverja ákveðna mynd í huganum, út frá því sem hefur komið fram í fréttum og þess háttar. Ég lít á það þannig að þetta snýst fyrst og fremst um að beita almennri skynsemi. Ég vil halda því fram að 99 prósent af fólki sem maður hittir er gott fólk, sem vill manni vel og er bara að reyna að hafa í sig og á. Svo er þessi litla prósent af fólki sem nær að skapa svarta ímynd af einhverjum ákveðnum svæðum.” Í góðum félagsskap í Mexíkó.Aðsend Eiríkur nefnir þó eitt skipti á ferðalaginu þar sem hann lenti í vægast sagt ógnvekjandi aðstæðum. „Þá var ég með öðrum strák sem er líka að flakka um á mótorhjóli og við ákváðum að ferðast saman í tíu daga. Við vorum staddir í gljúfri í Sierra Gorda fjallahéraðinu, það var komið rökkur og við ætluðum að gista þar í tjaldi yfir nóttina. Þá er allt einu skotið fimm eða sex byssuskotum í áttina að okkur. Okkur auðvitað dauðbrá og ég hef sjaldan verið jafn hræddur og þarna; ég hélt að hjartað væri að fara út úr líkamanum.” Eiríkur hafði áður heyrt af því að einstaklingar á vegum glæpagengja eiga reglulega leið um svæðið, í þeim erindum að smygla fíkniefnum á milli Mexíkó og Bandaríkjanna. „Og ég hafði heyrt af því að þessir gaurar láta mann oftast alveg í friði; þeir vilja ekki vera að draga að sér athygli og fá lögguna á svæðið. Þetta voru semsagt viðvörunarskot til að fæla okkur í burtu; það var verið að láta okkur vita að við mættum ekki tjalda þarna. Okkur tókst einhvern veginn að pakka tjaldinu og öllum græjum saman á nokkrum mínútum og flýta okkur í burtu. Við þurftum síðan að finna okkur nýjan gististað, en það reddaðist eins og allt annað.” Hæðir og lægðir Eiríkur hefur einnig verið spurður um hvernig hann fari að láta ævintýrið ganga upp fjárhagslega. „Ég var búinn að leggja fyrir í sirka fimm ár. Ég var með fjárhagsáætlun, og passaði að hafa hana í hærra þrepi til að vera undirbúinn fyrir óvænt útgjöld. Það var eins gott, því útgjöldin í ferðinni hafa verið mun fleiri og mun hærri en ég átti von á. Þessi fjárhagsáætlun sem ég lagði upp með í byrjun er eiginlega farin út um þúfur. En ég er svosem hættur að pirra mig á því. Ég veit að ég get alltaf unnið mér inn meiri peninga. Og ég á aldrei eftir að sjá eftir þeim peningum sem hafa farið í þessa ferð.Þetta er eitt af stærri verkefnum sem ég tek að mér á lífsleiðinni, og þetta er eitthvað sem mér finnst ég verða að gera. Og ég vil gera þetta almennilega, sama hvað það kostar.” Eiríkur segir ferðalagið hafa mótað sig sem einstakling til frambúðar.Aðsend Hann bætir við að reynslan sem hann hafi öðlast undanfarna mánuði verði líklega seint metin til fjár. „Ég held að þessi reynsla hafi mótað mig að svo mörgu leyti. Ég er alltaf að koma sjálfum mér á óvart og ég er búinn að sjá hvað ég get verið öflugur í erfiðum og krefjandi aðstæðum. Það er auðvitað ekkert annað í boði þegar maður er að ferðast einn. Ég get ekki reitt mig á neinn nema mig sjálfan. Ég hef þurft að temja mér ákveðið æðruleysi, og þolinmæði. Að sjálfsögðu hafa komið upp dagar sem eru erfiðir og glataðir og ekkert gengur upp. Ég lenti til dæmis einu sinni í því að sprengja dekk á hjólinu fjórum sinnum á sama klukkutímanum. Þess á milli koma dagar sem eru algjörlega stórkostlegir og þeir vega upp á móti. Maður þarf að venjast því að hlutirnir virka ekki eins og heima, þeir geta verið þyngri og flóknari. Maður hefur tvo valmöguleika: pirra sig á því eða finna lausn. Og maður horfir öðrum augum á hversdagdagslífið heima á Íslandi eftir þetta. Svona hlutir eins og maður hefur oft pirrað sig á, eins og að vera fastur í röð í Bónus eða stop á rauðu ljósi. Maður sér það betur núna hvað þetta eru smávægilegir og ómerkilegir hlutir til að vera eyða tíma í að pirra sig á.” Forréttindi að hafa frelsi Eiríkur segist gera sér grein fyrir því að hann er í forréttindastöðu. Það er ekki á allra færi að segja skilið við hverdagsleikann á Íslandi og halda á vit ævintýranna á framandi slóðum. „Ég hef þurft að minna mig á það, þegar ég lendi í einhverjum erfiðum aðstæðum og byrja að vorkenna mér. Þá skipa ég sjálfum mér að hættu þessu væli, af því að ég er í raun forréttindapési. Ég stefni á það í framtíðinni að eignast börn en eins og staðan er í dag þá er ég ekki með neinar skuldbindingar sem eru að halda aftur af mér. Akkúrat núna hef ég þetta tækifæri, og ég vil nýta það á meðan ég get.” Ferðalög Íslendingar erlendis Helgarviðtal Mexíkó Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Ferðalög eru mikil ástríða hjá Eiríki. Hann rekur Two Wheels Travel, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í persónulegum mótor- og reiðhjólaferðum, og hefur ferðast víða í tengslum við starfið. Árið 2017 eignaðist hann sitt fyrsta mótorhjól og féll að eigin sögn strax fyrir frelsinu sem fylgir þeim ferðamáta. „Ég hafði ferðast töluvert erlendis áður, bæði einn og með öðrum, og leigt þá mótorhjól eða reiðhjól. Ég var til dæmis búinn að ferðast til Víetnam, Kúbu og Marokkó. En aldrei lengur en í tvær eða þrjár vikur í senn.“ Tók slaginn Eiríkur æfði knattspyrnu í mörg ár og eftir að hann hafði lagt takkaskóna á hilluna myndaðist ákveðið tómarúm í lífi hans. „Og ferðalögin náðu að fylla upp í þetta tómarúm. Árið 2019 fór ég síðan að leggja drögin að þessari ferð. En svo kom heimsfaraldurinn og það setti augljóslega strik í reikninginn.“ Á seinasta ári ákvað Eiríkur síðan að láta slag standa. Það væri nú eða aldrei. Hann setti íbúðina sína á Íslandi í útleigu, gerði viðeigandi ráðstafanir og útbjó fjárhags-og ferðaáætlun. Sú áætlun átti þó heldur betur eftir að taka breytingum eftir því sem leið á ferðalagið. Hann hefur birt reglulega færslur, ljósmyndir og myndskeið úr ferðinni á Instagram og Facebook. Ákvað að sleppa tökunum Í september síðastliðnum flaug Eiríkur síðan af landi brott á meðan mótorhjólið sigldi vestur um haf með Eimskip. Fyrsti áfangastaðurinn var Portland í Maine, á austurströnd Bandaríkjanna. „Það tók sinn tíma að leysa hjólið úr tollinum. Eftir þrjá daga í Portland fékk ég hjólið loks í hendurnar og brosti mínu breiðasta. Ég gat ómögulega komið öllu draslinu fyrir í töskurnar á hjólið og var gáttaður á því hversu illa ég hafði hugsað hlutina. Eftir um klukkustundar bras á höfninni í Portland fór ég loks af stað og setti stefnuna á New Jersey þar sem vinur beið mín með gistingu og heimgerðan kólombískan mat. Ég var eflaust búinn að hjóla í um þrjár klukkustundir þegar ég nam staðar og sá á símanum mínum að það var rauð viðvörun sökum leifar af fellibyls sem var á leiðinni yfir Massachusetts og ég var staddur í auga stormsins. Ég leitaði skjóls á bensínstöð og sá að ég var enn um þrjár klukkustundir frá New Jersey. Góð ráð voru dýr og ég leitaði á slóðir samfélags sem kallast „ Bunk-a-biker”. Þar býðst mótorhjólafólki gistingu hjá einstaklingum sem búa á nálægum slóðum. Ég sló á þráðinn hjá einum slíkum sem var í um 45 mínútna fjarlægð. Hann og konan hans tóku á móti mér með opnum örmum, hýstu mig og buðu mér út að borða.“ Eiríkur hóf ferðina á austurströndinni og keyrði svo þvert yfir Bandaríkin.Aðsend Eiríkur hélt síðan af stað í gegnum Amish svæði Virginíu, Vestur Virginíu og Pensylvaníu. Það tók hann fjórtán daga daga að þræða sig í gegnum sveitir og þorp, á litlum bakvegum með ýmsum grýttum slóðum hér og þar. „Ég lenti í vandræðum fyrstu vikurnar, af því að ég var of mikið að reyna að stjórna ferðinni; halda mér á áætlun. Og ég upplifði kvíða og stress. Ég ræddi málin við fjölskyldu og vini og uppgötvaði í kjölfarið að ég gæti bara gefið skít í planið; ég bjó það til sjálfur og gat þar af leiðandi breytt því líka. Ég tók í kjölfarið ákvörðun um renna blint í sjóinn og vera ekki að festa mig við einhverjar áætlanir. Ég vildi frekar fylgja straumnum og sjá hvert það myndi leiða mig. Láta þetta ráðast af sjálfu sér. Þegar einhver spyr mig núna, þá segi ég að ég sé viti ekki hundrað prósent hvert ég sé að fara, en ég sé allavega á leiðinni. Lokaáfangastaðurinn er ennþá Ríó, það hefur ekki breyst. En ég er langt á eftir áætluninni sem ég bjó til þarna í byrjun.“ „I have a gun and a shovel.“ Í Virginíu og Pensylvaníu fylgdi Eiríkur GPS hnitum af slóðum og litlum bakvegum sem kallast „Mid-Atlantic Backcountry Discovery route.“ „Þetta var um 1000 mílna leið, eða um 1700 kílómetrar sem tóku mig um Amish ræktunarlönd og Appalachian fjallagarðinn sem teygir sig frá Nýfundnalandi í Kanada niður til Alabama í Bandaríkjunum. Fjöllin eru skógi vaxin og inn á milli má finna vötn og sveitir sem minna óneitanlega á Svartaskóg í Þýskalandi.“ Á þessum tíma kom Eiríkur sér upp ákveðinni rútínu sem fólst í því að reyna að hjóla 200 til 300 kílómetra á hverjum degi, með reglulegum stoppum til að borða, taka bensín og taka myndir. Þegar líða fór að kvöldi þurfti hann síðan að finna hentugan stað til að henda upp tjaldinu, eða finna annan gististað. Hann gisti aðallega í þjóðgörðum, og endrum eins og á vegamótelum. Á ferðlaginu hefur Eiríkur tjaldað á ótrúlegustu stöðum.Aðsend „Einnig tjaldaði ég út í buska ef ég var seint á ferðinni eða fann sjarmerandi áningarstað. Ég reyndi ávallt að finna næturstað sem er utan alfaraleið eða við vatn. Í einum slíkum, í skóglendi Vestur-Virginíu, kom ég mér fyrir í ljósaskiptunum og fylgdist með forvitnum dádýrum í fjarska. Morgunin eftir tók ég göngutúr um svæðið og áttaði mig á því að ég var alls ekki úr alfaraleið. Það voru skilti víðsvegar og reglulega sem gáfu sterklega til kynna að ég væri á landareign og óviðkomandi aðgangur væri stranglega bannaður. Til að vekja athygli á að landareigandi vildi ekki flækingja eins og mig á þessum slóðum stóð á öllum þessum skiltum: „I have a gun and a shovel.“ Það tók mig smá tíma að átta mig á hvað hann meinti með skóflunni!“ Allt er stórt í Ameríku Þaðan lá leið Eiríks áfram, þvert yfir Bandaríkin; í gegnum slétturnar í Suðurríkjunum; Tennessee, Alabama og síðast en ekki síst, Mississippi. „Ég hoppaði inn á annað GPS- hnit af mikilli pílagrímaleið, þvert yfir Bandaríkin sem kallast „Trans America Trail”. 7000 kílómetrar af litlum sveitavegum, og aðallega óbundið slitlag. Í stað skóga og trjáa, voru það endalausir akrar af ræktunarlöndum. Bómull og beitilönd.“ Í upphafi ferðarinnar birti hann færslu inni á facebook hópi sem er ætlaður mótorhjólafólki sem er að ferðast þessa sömu leið, hina svokölluðu TransAmerica Trail. Hann hefur líka verið iðinn við að birta myndir og sögur úr ferðinni á samfélagsmiðlum. Þannig hefur hann komist í samband við fjölmarga mótorhjólaferðalanga í Bandaríkjunum sem hann hefur hitt, og fólk sem hefur boðið honum sturtu-og þvottaaðstöðu eða jafnvel gistingu. Það er ýmislegt áhugavert í Bandaríkjunum.Aðsend „Það kom mér á óvart hvað það voru margir sem höfðu uppi á mér í gegnum samfélagsmiðla. Mörgum finnst líka voða spennandi að hitta Íslending sem er að fara í gegnum þessi svæði.“ Á ferðalaginu yfir Bandaríkin og Mexíkó hefur Eiríkur reglulega komið sér í samband við aðra ferðalanga á mótorhjóli, og í nokkrum tilfellum hefur hann slegist í för með einum eða fleiri. Þeir hafa þá ferðast saman í nokkra daga og heimsótt ótrúlegustu svæði. Síðan skilja leiðir og Eiríkur heldur áfram ferðinni einsamall. „Það er búið að vera mjög gaman, það er gott að fá félagsskap og kanna alla þessa staði með öðrum, en þess á milli finnst mér æðislegt að vera bara einn með sjálfum sér, í tjaldi einhvers staðar úti í buskanum.“ Hann segist ekki áður hafa gert sér grein fyrir því hvað Bandaríkin eru í raun ótrúlega stórt land. „Það er allt stórt í Ameríku. Hvort sem það eru bílarnir, fólkið, vegalengdirnar og maturinn. Ég var búinn að lesa mikið um hversu stór sum fylkin eru, en ekkert gat undirbúið mig undir það fyrr en ég kom hingað út. Þau eru risastór!” Eiríkur lagði upp með ákveðið ferðaplan sem síðan hefur teygst á langinn.Aðsend Eftirminnileg kvöldmáltíð Aðspurður um eftirminnilegar uppákomur á ferðalaginu rifjar Eiríkur upp þegar hann var staddur á hjólinu í grennd við búgarð í Missisippi, úr alfaraleið. „Ég verð nú eiginlega að segja það að Missisippi stóð svolítið upp úr svona í heildina, þetta ríki sem er lengst niðri í Biblíubeltinu. Fólkið, staðirnir og allt saman var nákvæmlega eins og það sem við sjáum í bíómyndunum. En ég lenti semsagt í því að sprengja dekk á hjólinu mínu þar sem ég var rétt hjá þessum búgarði. Það var alveg að koma myrkur og ég leitaði til þeirra á búgarðinum og bað um að fá nota ljósið hjá þeim, svo ég gæti skipt um dekk. Það endaði á því að þau buðu mér að borða með sér og leyfðu mér síðan að gista hjá þeim um nóttina.” Máltíðin var vægast sagt sérstök, en á borðum var þvottabjarnakjöt. „Þau sögðu mér að þetta væri „roadkill” en ég er nú ekki alveg viss um að það hafi verið satt. Svo var sest niður fyrir matinn og allir héldust í hendur og fóru með borðbæn. Þetta var ótrúlega fyndin og súrrealísk upplifun. Ég endaði á því að eyða heilum degi til viðbótar þarna á búgarðinum, hjálpaði fólkinu við hin og þessi störf, og við spjölluðum og ég fékk innsýn inn í þeirra líf. Mér fannst þetta ofboðslega dýrmæt reynsla og eftirminnileg. Ég fékk þarna að að kynnast alvöru „southern hospitality.” Þaðan lá leiðin til Louisana og Kansas. Eiríkur hitti allskonar fólk í Bandaríkjunum. „Margir af þeim sem ég gisti hjá voru rosalega spenntir fyrir að sýna mér byssusafnið sitt. Sérstaklega þarna í suðurríkjunum. Það var alveg allsráðandi. Þessi steríótýpu-ímynd af Bandaríkjamönnum sem ég fékk þarna er í rauninni nákvæmlega eins og það sem sést í bíómyndum. Maður veit í rauninni ekki hvort fólkið er að apa upp eftir bíómyndunum eða hvort bíómyndirnar eru að apa upp eftir þeim. En það var áberandi, hvar sem ég kom, að fólk var einstaklega viðkunnalegt og gestrisið og allir voru boðnir og búnir að hjálpa manni. Og það sama gildir um þá sem ég hef hitt hérna í Mexíkó, þar sem ég er núna.” Aleinn á hvítri strönd Þegar líða á tók á septembermánuð þurfti Eiríkur síðan að gera hlé á ferðinni í tvo mánuði, koma mótorhjólinu í geymslu, koma sér til Los Angeles og fljúga þaðan til Kambódíu og Víetnam þar sem hann er með bæði mótorhjóla- og reiðhjólaferðir skipulagðar. „Ég skoðaði landakort og áætlaði að ég yrði eitthvers staðar mitt á milli Dallas í Texas og Oklahoma City í Okloma. Ég setti því næst inn færslu á tvo stóra alþjóðlega Facebook-hópa. Hann endaði í kjölfarið heima hjá bandarískum hjónum í bænum Rainbow í Texas. Hann var þá búinn að hjóla um Bandaríkin rúma átta þúsund kílómetra á innan við 22 dögum. „Húsið þeirra og umhverfi var alveg eins og ég ímyndaði mér að hús í Texas myndi líta út. Stórt og tignarlegt, hlýtt og með karakter, uppi á hæð með útsýni yfir Texas slétturnar.” Á frumbyggjasvæðum Eiríkur flaug þvínæst til Hanoi í Víetnam og næstu fjórar vikur fóru í að þeysast um norðurhluta Víetnam á liprum mótorhjólum, um fjöll og fyrnindi, um þorp og sveitir, um hrísgrjóna- og teakra. Þaðan lá leiðin til Kambódíu og í desember lá leiðin aftur til Texas. Næstu vikurnar ferðaðist hann síðan meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, í gegnum eyðimerkur og sléttur Nýju Mexíkó og Arizona. Teakrar í Víetnam,Aðsend „Þetta var eins og að vera kúreki í villta vestrinu. Það var líka merkileg upplifun að fara í gegnum frumbyggjasvæðin þarna. Ég þurfti að biðja um leyfi til að fara þar í gegn, af því að hvítt fólk er ekki velkomið þar.” Eftir stutta vinnuferð til Kúbu lá leið Eiríks síðan niður Baja California skagann; eitt af 32 fylkjum Mexíkó. Hann fylgdi leið sem kallast „Baja Divide” og er rúmlega 2700 kílómetra leið niður Baja California skagann. 95 prósent af leiðinni er ómalbikað. „Fyrstu tvær vikurnar að hjóla um Baja California voru mesta ævintýri sem ég hef upplifað,” segir hann. „Ég var í heilan mánuð að keyra niður strandlengjuna og stoppaði í litlum bæjum til að fylla á eldsneyti og matarbirgðir. Strendurnar voru ótrúlega fallegar; tærar og óspilltar, enda eru engir túristar þarna. Það var ansi mögnuð upplifun að tjalda þarna einn og vera með þriggja kílómetra hvíta strönd alveg út af fyrir mig.” Hann ferðaðist um afskekkt svæði, heimsótti þorp og sveitir, fjöll og eyðimerkur og fékk innsýn í daglegt líf heimafólks. Eftir heilan mánuð í Baja California var síðan kominn tími til að halda áfram yfir á meginland Mexíkó. Eiríkur tók ferju frá La Paz yfir til Mazatlan í Sinaloa héraði. Þaðan lá leiðin hátt upp í fjöllin í átt að gömlum námuborgunum Durango & Zacatecas. Eftir þrjár vikur hyggst Eiríkur fara yfir landamærin til Guetemala, þaðan til Costa Rica og þaðan til Panama. Leiðin mun liggja suður í gegnum Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu og Perú. Hann stefnir á að gera hlé á ferðinni í september til að sinna vinnutengdum verkefnum í Asíu og á Íslandi og snúa síðan aftur til Perú í byrjun næsta árs. Þaðan er stefnan sett á Brasilíu, í gegnum Amazon og loks er það lokaáfangastaðurinn: Río de Janeiro. Hjartað ætlaði út úr líkamanum Eiríkur hefur reglulega fengið spurninguna „Er þetta ekki hættulegt?” - bæði áður en ferðalagið hófst og eftir að hann hélt af stað. Í upphafi ferðarinnar birti hann eftirfarandi færslu á facebook: „Óvissan yfir hvað mun gerast er vissulega óþægileg, en hræddur er ég ekki. Ég hef óbilandi trú á sjálfum mér í erfiðum aðstæðum. Ég veit að ég mun lenda í þeim. Ég veit að ég mun týnast. Ég veit að ég mun verða svangur og hjólið mun bila. Ég veit að ég mun þurfa á aðstoð að halda, eflaust oftar en ég geri ráð fyrir og vona. Það er óumflýjanlegt á svo löngu ferðalagi. En ég veit einnig að ég mun lenda í mörgum ævintýrum. Ég veit að ég mun verða ástfangin, af landi og þjóð. Ástfangin af veðurfari og borg. Ástfangin af frelsinu og öllu sem því fylgir.” Hann segist skilja vel þessar áhyggjur fólks. „Þessi svæði, sérstaklega í Mexíkó og Brasilíu, þetta eru staðir sem fæstir hafa komið á. Fólk er kanski með einhverja ákveðna mynd í huganum, út frá því sem hefur komið fram í fréttum og þess háttar. Ég lít á það þannig að þetta snýst fyrst og fremst um að beita almennri skynsemi. Ég vil halda því fram að 99 prósent af fólki sem maður hittir er gott fólk, sem vill manni vel og er bara að reyna að hafa í sig og á. Svo er þessi litla prósent af fólki sem nær að skapa svarta ímynd af einhverjum ákveðnum svæðum.” Í góðum félagsskap í Mexíkó.Aðsend Eiríkur nefnir þó eitt skipti á ferðalaginu þar sem hann lenti í vægast sagt ógnvekjandi aðstæðum. „Þá var ég með öðrum strák sem er líka að flakka um á mótorhjóli og við ákváðum að ferðast saman í tíu daga. Við vorum staddir í gljúfri í Sierra Gorda fjallahéraðinu, það var komið rökkur og við ætluðum að gista þar í tjaldi yfir nóttina. Þá er allt einu skotið fimm eða sex byssuskotum í áttina að okkur. Okkur auðvitað dauðbrá og ég hef sjaldan verið jafn hræddur og þarna; ég hélt að hjartað væri að fara út úr líkamanum.” Eiríkur hafði áður heyrt af því að einstaklingar á vegum glæpagengja eiga reglulega leið um svæðið, í þeim erindum að smygla fíkniefnum á milli Mexíkó og Bandaríkjanna. „Og ég hafði heyrt af því að þessir gaurar láta mann oftast alveg í friði; þeir vilja ekki vera að draga að sér athygli og fá lögguna á svæðið. Þetta voru semsagt viðvörunarskot til að fæla okkur í burtu; það var verið að láta okkur vita að við mættum ekki tjalda þarna. Okkur tókst einhvern veginn að pakka tjaldinu og öllum græjum saman á nokkrum mínútum og flýta okkur í burtu. Við þurftum síðan að finna okkur nýjan gististað, en það reddaðist eins og allt annað.” Hæðir og lægðir Eiríkur hefur einnig verið spurður um hvernig hann fari að láta ævintýrið ganga upp fjárhagslega. „Ég var búinn að leggja fyrir í sirka fimm ár. Ég var með fjárhagsáætlun, og passaði að hafa hana í hærra þrepi til að vera undirbúinn fyrir óvænt útgjöld. Það var eins gott, því útgjöldin í ferðinni hafa verið mun fleiri og mun hærri en ég átti von á. Þessi fjárhagsáætlun sem ég lagði upp með í byrjun er eiginlega farin út um þúfur. En ég er svosem hættur að pirra mig á því. Ég veit að ég get alltaf unnið mér inn meiri peninga. Og ég á aldrei eftir að sjá eftir þeim peningum sem hafa farið í þessa ferð.Þetta er eitt af stærri verkefnum sem ég tek að mér á lífsleiðinni, og þetta er eitthvað sem mér finnst ég verða að gera. Og ég vil gera þetta almennilega, sama hvað það kostar.” Eiríkur segir ferðalagið hafa mótað sig sem einstakling til frambúðar.Aðsend Hann bætir við að reynslan sem hann hafi öðlast undanfarna mánuði verði líklega seint metin til fjár. „Ég held að þessi reynsla hafi mótað mig að svo mörgu leyti. Ég er alltaf að koma sjálfum mér á óvart og ég er búinn að sjá hvað ég get verið öflugur í erfiðum og krefjandi aðstæðum. Það er auðvitað ekkert annað í boði þegar maður er að ferðast einn. Ég get ekki reitt mig á neinn nema mig sjálfan. Ég hef þurft að temja mér ákveðið æðruleysi, og þolinmæði. Að sjálfsögðu hafa komið upp dagar sem eru erfiðir og glataðir og ekkert gengur upp. Ég lenti til dæmis einu sinni í því að sprengja dekk á hjólinu fjórum sinnum á sama klukkutímanum. Þess á milli koma dagar sem eru algjörlega stórkostlegir og þeir vega upp á móti. Maður þarf að venjast því að hlutirnir virka ekki eins og heima, þeir geta verið þyngri og flóknari. Maður hefur tvo valmöguleika: pirra sig á því eða finna lausn. Og maður horfir öðrum augum á hversdagdagslífið heima á Íslandi eftir þetta. Svona hlutir eins og maður hefur oft pirrað sig á, eins og að vera fastur í röð í Bónus eða stop á rauðu ljósi. Maður sér það betur núna hvað þetta eru smávægilegir og ómerkilegir hlutir til að vera eyða tíma í að pirra sig á.” Forréttindi að hafa frelsi Eiríkur segist gera sér grein fyrir því að hann er í forréttindastöðu. Það er ekki á allra færi að segja skilið við hverdagsleikann á Íslandi og halda á vit ævintýranna á framandi slóðum. „Ég hef þurft að minna mig á það, þegar ég lendi í einhverjum erfiðum aðstæðum og byrja að vorkenna mér. Þá skipa ég sjálfum mér að hættu þessu væli, af því að ég er í raun forréttindapési. Ég stefni á það í framtíðinni að eignast börn en eins og staðan er í dag þá er ég ekki með neinar skuldbindingar sem eru að halda aftur af mér. Akkúrat núna hef ég þetta tækifæri, og ég vil nýta það á meðan ég get.”
Ferðalög Íslendingar erlendis Helgarviðtal Mexíkó Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira