Katrín minni á Ólaf Ragnar árið 2012 Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2024 20:05 Að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar minnir prófíll Katrínar Jakobsdóttur á Ólaf Ragnar Grímsson árið 2012. Vísir/Vilhelm/Arnar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir líklegast að Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr muni heyja baráttuna um Bessastaði. Þau þrjú mælast með mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Þó segir hann að mögulega geti einhver af þeim frambjóðendum sem komi næst á eftir þeim þremur blandað sér í slaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist með 33 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni, sem er mest allra, en Baldur er með 27 prósenta fylgi og Jón með tuttugu prósent. Álíka fylgi dugði Vígdísi Finnbogadóttur, en Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson fengu meira þegar þeir voru fyrst kjörnir í embætti forseta. „Það er alltaf gott að vera efstur. En það sem kannski slær mann helst er að þarna er veruleg dreifing. Og þó að Katrín sé efst, þá er hún ekki nema með þriðjung atkvæðanna. Þriðjungur dugði Vigdísi til að vera kosin 1980, en bæði 1996 og 2016 fengu Ólafur og Guðni um og yfir fjörutíu prósent atkvæðanna. Þannig að 33 prósent, ef það yrði nú niðurstaðan, hvort að það nægi ræðst af dreifungu atkvæða á milli hinna frambjóðendanna,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það sem áhugaverðast er fyrir minn hatt er hvernig fylgið skiptist eftir stjórnmálaskoðunum. Sérstaklega áhugavert er að velta fyrir fylgisprófil Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur verið leiðtogi vinstri sósíalista. Það kemur ekki óvart að hún er með yfir níutíu prósenta fylgi hjá félögum sínum í VG,“ segir Ólafur. „En þeir flokkar sem næst koma eru hinir stjórnarflokkarnir. 44 prósent Sjálfstæðismanna ætla að kjósa vinstri sósíalistann. 42 prósent Framsóknarmanna ætla að kjósa vinstri sósíalistann. Fylgi við Katrínu er heldur minna hjá bæði kjósendum Viðreisnar og Samfylkingarinnar, en þó prýðilegt. En það eru hinir flokkarinar: Flokkur fólksins, Píratarnir, og Sósíalistaflokkurinn – flokkarnir sem eru kannski lengst til vinstri, sem hafa minnsta trú á forsætisráðherranum og sósíalistanum Katrínu Jakobsdóttur.“ Katrín minni á Ólaf Það séu gjarnar þeir sem eldri eru og hægri sinnaðir sem vilji Katrínu sem forseta. Ólafur segir þennan prófíl Katrínar minna að miklu leyti á Ólaf Ragnar Grímsson. „Ekki 1996, því þá voru það vinstri menn sem kusu hann, heldur 2012 eftir Icesave. Þegar það voru hægri menn sem kusu þennan fyrrverandi foringja Alþýðubandalagsins.“ Á einhver annar möguleika en þessir sem eru núna efstir á blaði? „Það finnst mér afar ólíklegt,“ segir Ólafur, en tekur fram að Halla Hrund hafi ekki verið búin, eða í þann mund að tilkynna framboð þegar könnunin var gerð. „En ég sé engan af þessum sem er með innan við fimm prósent vera líklegan til að hoppa upp, eins og reyndar Halla Tómasdóttir gerði 2016. Hún fór úr tveimur prósentum í 28 á tveimur mánuðum. Það er mjög óvenjulegt.“ Ólafur segir líklegast að baráttan verði milli Katrínar, Baldurs og Jóns Gnarr. „Einhver af þessum sem koma þarna næst á eftir gætu hugsanlega blandað sér í baráttuna. Auðvitað er ekkert útilokað að einhver spútnik komi, en það er ekkert sérstaklega líklegt.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. 8. apríl 2024 13:41 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist með 33 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni, sem er mest allra, en Baldur er með 27 prósenta fylgi og Jón með tuttugu prósent. Álíka fylgi dugði Vígdísi Finnbogadóttur, en Guðni Th. Jóhannesson og Ólafur Ragnar Grímsson fengu meira þegar þeir voru fyrst kjörnir í embætti forseta. „Það er alltaf gott að vera efstur. En það sem kannski slær mann helst er að þarna er veruleg dreifing. Og þó að Katrín sé efst, þá er hún ekki nema með þriðjung atkvæðanna. Þriðjungur dugði Vigdísi til að vera kosin 1980, en bæði 1996 og 2016 fengu Ólafur og Guðni um og yfir fjörutíu prósent atkvæðanna. Þannig að 33 prósent, ef það yrði nú niðurstaðan, hvort að það nægi ræðst af dreifungu atkvæða á milli hinna frambjóðendanna,“ sagði Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það sem áhugaverðast er fyrir minn hatt er hvernig fylgið skiptist eftir stjórnmálaskoðunum. Sérstaklega áhugavert er að velta fyrir fylgisprófil Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur verið leiðtogi vinstri sósíalista. Það kemur ekki óvart að hún er með yfir níutíu prósenta fylgi hjá félögum sínum í VG,“ segir Ólafur. „En þeir flokkar sem næst koma eru hinir stjórnarflokkarnir. 44 prósent Sjálfstæðismanna ætla að kjósa vinstri sósíalistann. 42 prósent Framsóknarmanna ætla að kjósa vinstri sósíalistann. Fylgi við Katrínu er heldur minna hjá bæði kjósendum Viðreisnar og Samfylkingarinnar, en þó prýðilegt. En það eru hinir flokkarinar: Flokkur fólksins, Píratarnir, og Sósíalistaflokkurinn – flokkarnir sem eru kannski lengst til vinstri, sem hafa minnsta trú á forsætisráðherranum og sósíalistanum Katrínu Jakobsdóttur.“ Katrín minni á Ólaf Það séu gjarnar þeir sem eldri eru og hægri sinnaðir sem vilji Katrínu sem forseta. Ólafur segir þennan prófíl Katrínar minna að miklu leyti á Ólaf Ragnar Grímsson. „Ekki 1996, því þá voru það vinstri menn sem kusu hann, heldur 2012 eftir Icesave. Þegar það voru hægri menn sem kusu þennan fyrrverandi foringja Alþýðubandalagsins.“ Á einhver annar möguleika en þessir sem eru núna efstir á blaði? „Það finnst mér afar ólíklegt,“ segir Ólafur, en tekur fram að Halla Hrund hafi ekki verið búin, eða í þann mund að tilkynna framboð þegar könnunin var gerð. „En ég sé engan af þessum sem er með innan við fimm prósent vera líklegan til að hoppa upp, eins og reyndar Halla Tómasdóttir gerði 2016. Hún fór úr tveimur prósentum í 28 á tveimur mánuðum. Það er mjög óvenjulegt.“ Ólafur segir líklegast að baráttan verði milli Katrínar, Baldurs og Jóns Gnarr. „Einhver af þessum sem koma þarna næst á eftir gætu hugsanlega blandað sér í baráttuna. Auðvitað er ekkert útilokað að einhver spútnik komi, en það er ekkert sérstaklega líklegt.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. 8. apríl 2024 13:41 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. 8. apríl 2024 13:41
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15