Lífið

Snjallar, ein­faldar og töff hug­myndir fyrir veisluborðin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þær  Sjöfn Þórðardóttir og Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir sýna Völu Matt geggjaðar hugmyndir fyrir veisluborð.
Þær Sjöfn Þórðardóttir og Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir sýna Völu Matt geggjaðar hugmyndir fyrir veisluborð.

Nú er veislu tímabilið framundan með útskriftum og skemmtilegum veislum. Æistakonan Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir og fjölmiðlakonan Sjöfn Þórðardóttir sýndu Völu Matt í Íslandi í dag hugmyndir fyrir veisluborð, þar sem er margt forvitnilegt og skemmtilegt að sjá.

„Þetta er svona vorskreyting og þetta er svona ódýr lausn til að gera borð fallegt og svo getur fólk náttúrulega notað aðra liti af blómum eða sítrónur í staðinn, það er hægt að útfæra þetta á ýmsa vegu,“ segir listakonan Guðlaug betur þekkt sem Gulla.

Borðskreytingarnar geta passað við hvaða árstíð sem er. Svo er hægt að breyta þeim á fjölbreyttan hátt svo þau henti fyrir hvaða tímabil sem er. „Svo má borða lime-ið á eftir!“ segir Gulla hlæjandi.

Gulla gerir eigin kertastjaka og hefur gert í nokkur ár. Þeir eru úr endurunnu gleri og kristal. Enginn einn er eins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.