Tiger Woods spilar samhliða áhugamanni eftir erfiðan gærdag Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 10:16 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar í gær eftir að hann spilaði 23 holur á föstudaginn. Vísir/Getty Tiger Woods lenti í miklum erfiðleikum á þriðja degi Masters. Hann fór hringinn á 82 höggum, hans versti árangur frá upphafi, og situr nú í 52. sæti. Í dag leikur hann samhliða áhugamanninum Neal Shipley. Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. „Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. Tiger Woods cards his worst round ever at The Masters with an 82. pic.twitter.com/Er1oSgyBdz— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 13, 2024 Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. Neal Shipley, a grad student at Ohio State, finished runner-up in the U.S. Amateur. Lone amateur to make the cut at the Masters, so he's guaranteed to be in Butler Cabin for the ceremony. And his Sunday pairing: Tiger Woods. What a week. pic.twitter.com/8kdKqqmMRp— Dan Rapaport (@Daniel_Rapaport) April 13, 2024 „Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn. Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30. Masters-mótið Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. „Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. Tiger Woods cards his worst round ever at The Masters with an 82. pic.twitter.com/Er1oSgyBdz— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 13, 2024 Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. Neal Shipley, a grad student at Ohio State, finished runner-up in the U.S. Amateur. Lone amateur to make the cut at the Masters, so he's guaranteed to be in Butler Cabin for the ceremony. And his Sunday pairing: Tiger Woods. What a week. pic.twitter.com/8kdKqqmMRp— Dan Rapaport (@Daniel_Rapaport) April 13, 2024 „Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn. Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Masters-mótið Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira