„Með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 07:01 Scottie Scheffler fagnar hér sigri á Mastersmótinu í gærkvöldi. AP/Charlie Riedel Scottie Scheffler leit út eins og kylfingur í sérflokki þegar hann vann öruggan og sannfærandi sigur á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. Þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður hefur nú unnið Mastersmótið tvisvar sinnum á ferlinum og hann hefur verið efsti maður heimslistans í samtals 83 vikur síðan hann komst þangað fyrst í mars 2022. Þetta var þriðja mótið sem Scheffler vinnur í ár. Hann vann bæði Arnold Palmer Invitational mótið og Players meistaramótið viku síðar. „Mér finnst eins og ég sé að spila mjög gott golf núna,“ sagði Scheffler eftir sigurinn. Good company to be in. #themasters pic.twitter.com/ojOd9UALW4— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 „Mér finnst líka eins og ég sé með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður. Það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Mér líður eins og ég sé að þroskast sem manneskja út á golfvellinum og það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Það er líka erfitt að rífast mikið yfir úrslitum síðustu vikna. Ég hef verið að spila gott golf. Ég reyni samt að hugsa ekki af mikið um fortíðina,“ sagði Scheffler. Scheffler hefur tekið fimm sinnum þátt í Mastersmótinu og unnið það tvisvar. Scheffler varð sá fjórði yngsti til að vinna Mastersmótið tvisvar sinnum en hann er á eftir þeim Jack Nicklaus (25 ára, 81 daga), Tiger Woods (25 ára, 100 daga) og Seve Ballesteros (26 ára, 2 daga). On his way to victory at the 88th Masters Tournament, Scottie Scheffler put on a virtuoso performance. #themasters pic.twitter.com/ehon8vH8vM— The Masters (@TheMasters) April 15, 2024 Golf Masters-mótið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þessi 27 ára gamli Bandaríkjamaður hefur nú unnið Mastersmótið tvisvar sinnum á ferlinum og hann hefur verið efsti maður heimslistans í samtals 83 vikur síðan hann komst þangað fyrst í mars 2022. Þetta var þriðja mótið sem Scheffler vinnur í ár. Hann vann bæði Arnold Palmer Invitational mótið og Players meistaramótið viku síðar. „Mér finnst eins og ég sé að spila mjög gott golf núna,“ sagði Scheffler eftir sigurinn. Good company to be in. #themasters pic.twitter.com/ojOd9UALW4— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 „Mér finnst líka eins og ég sé með betri stjórn á tilfinningunum mínum en nokkurn tímann áður. Það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Mér líður eins og ég sé að þroskast sem manneskja út á golfvellinum og það er góður staður til að vera á,“ sagði Scheffler. „Það er líka erfitt að rífast mikið yfir úrslitum síðustu vikna. Ég hef verið að spila gott golf. Ég reyni samt að hugsa ekki af mikið um fortíðina,“ sagði Scheffler. Scheffler hefur tekið fimm sinnum þátt í Mastersmótinu og unnið það tvisvar. Scheffler varð sá fjórði yngsti til að vinna Mastersmótið tvisvar sinnum en hann er á eftir þeim Jack Nicklaus (25 ára, 81 daga), Tiger Woods (25 ára, 100 daga) og Seve Ballesteros (26 ára, 2 daga). On his way to victory at the 88th Masters Tournament, Scottie Scheffler put on a virtuoso performance. #themasters pic.twitter.com/ehon8vH8vM— The Masters (@TheMasters) April 15, 2024
Golf Masters-mótið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira