„Eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. apríl 2024 11:31 Tónlistarmaðurinn Trausti var að gefa út lagið Gömul tár. Aðsend „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað,“ segir tónlistarmaðurinn Trausti. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið Gömul tár. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Trausti - Gömul tár Tónlistin öflugt verkfæri fyrir tilfinningar Trausti byrjaði að fikta í tónlist í kringum fjórtán ára aldurinn eftir að bróðir hans kynnti hann fyrir tónlistarforriti. „Árið 2016 byrjaði ég síðan að semja tónlist ásamt Birki Leó og Guðmundi Sverris vinum mínum. Þeir hjálpuðu mér að taka mín fyrstu skref í tónlistinni og kenndu mér helling.“ Trausti er óhræddur við berskjöldun í sinni textasmíð. „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað. Það að geta samið verk sem nær utan um það hvernig mér líður hjálpaði mér að opna á hluti sem ég var búin að birgja innra með mér lengi. Tónlistin hefur hjálpað mér mikið með að geta tjáð mig um erfiðar tilfinningar og erfiða tíma sem endurspeglast í textunum mínum. Þótt mikið af þessum textum muni líklega aldrei líta dagsins ljós finnst mér samt mikilvægt að rita þá niður.“ Trausti er óhræddur við erfiðar tilfinningar í textum sínum. Aðsend Vann mikið í sjálfum sér Trausti tók sér langa pásu frá tónlist en fékk svo hugmynd að laginu Gömul tár. „Ég breytti um umhverfi, vann mikið í sjálfum mér og kom mér á betri stað en ég var á fyrir nokkrum árum. Lagið fjallar um að gefa lífinu tíma og sjálfum sér líka. Það eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur. Lífið er enginn dans á rósum eins og ég hef heyrt.“ Strákarnir skutu myndbandið í Grenivík. Aðsend Hann segist strax hafa vitað að hann vildi gera tónlistarmyndband við lagið og vann það ásamt Ívari Fannari og Sindra Jó. „Mig langaði til þess að koma laginu í myndrænt form og sýna fegurð náttúrunnar í Grenivík. Við pökkuðum í bílinn og lögðum af stað með nokkur ljós, myndavél og auka fatnað fyrir komandi daga. Aðal pælingin á bak við myndbandið var alltaf mínímalismi, einföld en falleg skot og enginn töffaraskapur, bara vera við sjálfir.“ Teymið á bak við tjöldin. Aðsend Listræna hliðin skín í gegn Lagið er pródúserað og mixað af Hauki Páli og Matthíasi Moon. Haukur Páll segir að þetta hafi gengið mjög smurt fyrir sig. „Við Matti höfðum verið í stúdíóinu að vinna í taktinum og degi síðar kom Trausti og vildi gera lag út frá texta sem þurfti frekar hraðan popo/hip hop takt. Ég sýndi honum verk gærdagsins sem var svo heppilega einmitt það sem hann leitaðist eftir. Við erum ekki bundnir neinni ákveðni tegund eða stefnu í tónlist svo listræna hliðin fær gjörsamlega að skína í hvert skipti sem við vinnum saman,“ segir Haukur Páll. Strákarnir í stúdíóinu. Aðsend Trausti vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist en það eru nú þegar komin nokkur næstum því kláruð lög á lager sem honum þykir mjög vænt um. Sömuleiðis stefnir hann á plötuútgáfu á næsta ári. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Trausti - Gömul tár Tónlistin öflugt verkfæri fyrir tilfinningar Trausti byrjaði að fikta í tónlist í kringum fjórtán ára aldurinn eftir að bróðir hans kynnti hann fyrir tónlistarforriti. „Árið 2016 byrjaði ég síðan að semja tónlist ásamt Birki Leó og Guðmundi Sverris vinum mínum. Þeir hjálpuðu mér að taka mín fyrstu skref í tónlistinni og kenndu mér helling.“ Trausti er óhræddur við berskjöldun í sinni textasmíð. „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað. Það að geta samið verk sem nær utan um það hvernig mér líður hjálpaði mér að opna á hluti sem ég var búin að birgja innra með mér lengi. Tónlistin hefur hjálpað mér mikið með að geta tjáð mig um erfiðar tilfinningar og erfiða tíma sem endurspeglast í textunum mínum. Þótt mikið af þessum textum muni líklega aldrei líta dagsins ljós finnst mér samt mikilvægt að rita þá niður.“ Trausti er óhræddur við erfiðar tilfinningar í textum sínum. Aðsend Vann mikið í sjálfum sér Trausti tók sér langa pásu frá tónlist en fékk svo hugmynd að laginu Gömul tár. „Ég breytti um umhverfi, vann mikið í sjálfum mér og kom mér á betri stað en ég var á fyrir nokkrum árum. Lagið fjallar um að gefa lífinu tíma og sjálfum sér líka. Það eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur. Lífið er enginn dans á rósum eins og ég hef heyrt.“ Strákarnir skutu myndbandið í Grenivík. Aðsend Hann segist strax hafa vitað að hann vildi gera tónlistarmyndband við lagið og vann það ásamt Ívari Fannari og Sindra Jó. „Mig langaði til þess að koma laginu í myndrænt form og sýna fegurð náttúrunnar í Grenivík. Við pökkuðum í bílinn og lögðum af stað með nokkur ljós, myndavél og auka fatnað fyrir komandi daga. Aðal pælingin á bak við myndbandið var alltaf mínímalismi, einföld en falleg skot og enginn töffaraskapur, bara vera við sjálfir.“ Teymið á bak við tjöldin. Aðsend Listræna hliðin skín í gegn Lagið er pródúserað og mixað af Hauki Páli og Matthíasi Moon. Haukur Páll segir að þetta hafi gengið mjög smurt fyrir sig. „Við Matti höfðum verið í stúdíóinu að vinna í taktinum og degi síðar kom Trausti og vildi gera lag út frá texta sem þurfti frekar hraðan popo/hip hop takt. Ég sýndi honum verk gærdagsins sem var svo heppilega einmitt það sem hann leitaðist eftir. Við erum ekki bundnir neinni ákveðni tegund eða stefnu í tónlist svo listræna hliðin fær gjörsamlega að skína í hvert skipti sem við vinnum saman,“ segir Haukur Páll. Strákarnir í stúdíóinu. Aðsend Trausti vinnur nú hörðum höndum að nýrri tónlist en það eru nú þegar komin nokkur næstum því kláruð lög á lager sem honum þykir mjög vænt um. Sömuleiðis stefnir hann á plötuútgáfu á næsta ári. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira