„Vorum að spila á móti besta liði landsins“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2024 22:42 John Andrews, þjálfari Víkinga. Vísir/Anton Brink John Andrews, þjálfari Víkinga, heldur áfram að bæta í bikarasafnið en liðið vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. „Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
„Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira