Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ tillaga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2024 18:10 Gert er ráð fyrir skólaplássi fyrir 720 nemendur. ONNO ehf. Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf. Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mannvirkjunum sé ætlað að þjóna nýrri Vogabyggð en gert sé ráð fyrir allt að fimmtán hundruð íbúðum á svæðinu. Svona liti aðalinngangur skólans út samkvæmt tillögunni.ONNO ehf. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti úrslitin fyrr í dag. „Með þessu verður til miðja í Vogabyggð sem glæðir hverfið lífi enda eru skólarnir hjörtun í hverfum borgarinnar. Tillagan er afar spennandi og býr til heildstæða umgjörð fyrir skóla- og frístundastarf í mikilli nálægð við einstaka náttúru á svæðinu,“ sagði Einar á afhendingunni. Í dómnefndarálitinu segir að Í Skólabrú sé djörf og fersk tillaga sem byggi á sterkri skipulagslegri sýn. Tillagan sé frumleg og sterk og gefi „fyrirheit um framúrskarandi og framsýna byggingu sem skapar spennandi umhverfi um skóla- og frístundastarf á svæðinu og leikur lykilhlutverk í virkni hverfisins.“ Skóli og brú renna hér saman í eitt.ONNO ehf. Fram kemur að á Fleyvangi verði að auki nýtt útivistarsvæði og almenningsrými borgarbúa og útfærsla svæðisins hafi verið hluti samkeppninnar. Brúin sem tengja á skólabygginguna við Vogabyggð verði aðal samgönguæð til og frá skóla og mikilvægt kennileiti í borgarlandinu. Þá segir að gera megi ráð fyrir byggingu fyrir allt að 720 nemendur að uppbyggingu lokinni. Niðurstaða samkeppninnar verði grunnur að breyttu deiliskipulagi. Á þakinu yrði garður og útivistarsvæði fyrir almenning. ONNO ehf. Í vinningstillögunni er skólinn byggður sem brú, alveg upp að Vörputorgi og er garður á þaki hans útivistarsvæði hverfisins, í framhaldi af torginu. Þannig verði skólinn hluti af og í beinum tengslum við það borgarhverfi sem hann á að þjóna. Með þessu móti verði fótspor bygginga á Fleyvangi lágmarkað og sömuleiðis umfang útivistarsvæða hámarkað auk þess sem þak skólans nýtist sem slíkt. Utan á skólabyggingunni liggi svo göngu- og hjólabrú, frá Vörputorgi að Fleyvangi. Loks segir að dómnefnd mæli eindregið með vinningstillögunni Skólabrú til nánari útfærslu og segir að miðað við frumathugun rúmist tillagan innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar. ONNO ehf.
Skipulag Arkitektúr Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira