Hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem flýr réttvísina Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 16:01 Dvalarstaður Jóhanns er sagður vera í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta-fylki, Kanada. Getty Lögreglan í borginni Abbotsford í Kanada telur sig hafa vitneskju um mögulegan dvalarstað Íslendings sem hefur flúið réttvísina í borginni vegna ákæru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Maðurinn sem um ræðir heitir Jóhann Scott Sveinsson. Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV. Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Abbotsford er í fylkinu Bresku-Kólumbíu í Kanada, sem er á vesturströnd landsins. Meintur dvalarstaður Jóhanns er í fylki sem liggur við hliðina á Bresku-Kolumbíu, en það er Alberta. Þetta staðfestir lögreglan í Abbotsford í svari við fyrirspurn fréttastofu. DV fjallaði um mál Jóhanns á dögunum og sagðist miðillinn hafa heimildir fyrir því að hann hefði flúið frá Abbotsford til bæjarins Stoney Plain, sem er í úthverfi Edmonton-borgar í Alberta. Samkvæmt DV fór Jóhann þangað ásamt eiginkonu sinni og barni. Jóhann er er grunaður um þrjú brot. Tvö þeirra varða innflutning eða dreifingu á barnaníðsefni í júní árið 2022 og janúar á síðasta ári. Síðasta brotið varðar vörslu á barnaníðsefni í maí á síðasta ári. Öll brotin eiga að hafa verið framin í Abbotsford. Rannsókn á máli Jóhanns hófst í fyrra og var hann handtekinn á meðan á henni stóð, en látinn laus áður, en ákæra var gefin út. Síðan, þegar málið átti að vera tekið fyrir í dómstólum, mætti Jóhann ekki fyrir dóm, en það var í lok síðasta árs. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum. Í svari við fyrirspurn fréttastofu útskýrir lögreglan í Abbotsford að handtökuskipunin þurfi að vera framlengd eða útvíkkuð svo hún eigi við um Alberta-fylki. Sú ákvörðun liggi þó fyrst og fremst hjá dómstólum í Kanada, frekar en hjá lögreglunni. Verði handtökuskipunin útvíkkuð er það síðan á borði lögreglunnar í Abbotsford að upplýsa viðkomandi lögregluyfirvöld um handtökuskipunina, og leggja fram beiðni um að sá handtekni verði afhentur aftur til Bresku-Kólumbíu. Þar verði síðan hægt að sjá til þess að mæti fyrir dóm og réttarhöld í málinu fari fram. Samkvæmt svari lögreglunnar í Abbotsford starfar hún innan ákveðinnar lögsögu. Í málum sem leiði hana utan lögsögunnar hafi hún þó enn vald til að halda uppi lögum og reglum samkvæmt kanadískum lögum. En í slíkum tilfellum þurfi Abbotsford-lögreglan annaðhvort að fela annarri lögregludeild verkefnið eða leiðbeina annarri deild fyrir verkum. Í svari lögreglunnar er fullyrt að Jóhann sé grunaður um innflutning, dreifingu og vörslu á barnaníðsefni. Hann sé hins vegar ekki grunaður um framleiðslu á slíku efni. Í umfjöllun DV segir að Jóhann hafi tjáð eiginkonu sinni að hann sé ekki haldinn barnagirnd, heldur sé hann kynlífsfíkill. „Sú fíkn hafi stigmagnast og leitt hann út á þessar brautir,“ segir í umfjöllun DV.
Íslendingar erlendis Erlend sakamál Kanada Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira