Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 22:01 Rómverjar fagna. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00
Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05