Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 07:09 Gera má ráð fyrir rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil í dag. Vísir/Vilhelm Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. Á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10 til 13 metrar á sekúndu frá því um klukkan 15 í dag og fram á kvöld, þegar hlánar. Sömu sögu er að segja af Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Um tíma undir kvöld einnig á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum, segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Á vef Veðurstofunnar segir að á morgun sé sunnanátt í kortunum, víða stinningskaldi eða allhvass vindur eftir hádegi. „Búast má við súld og rigningu og mjög þungbúnu veðri og bætir í rigninguna á vestanverðu landinu seinnipartinn. Þurrara á Norður og Austurlandi og hærra undir skýin. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðan- og austanlands. Samfara svona hlýindum ryðja ár og lækir sig gjarnan en víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísi lagðir á meðan vel flestar ár eru opnar sunnan heiða. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem það á við, þar þarf að hreina frá svo vatn komist greiðlega í burtu. Á sunnudag styttir upp og snýst í suðvestanátt, sem verður allhvöss á norðanverðu landinu, en hægari sunnantil. Hitinn þokast aftur niðurávið. Ef rýnt er í spár lengra fram í tímann virðist sem í byrjun næstu viku eigi að vera hið ljúfasta veður, hægur vindur og bjart veður víða um land. Þokkarlegar hitatölur yfir daginn, eða 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vaxandi sunnanátt, 10-18 m/s síðdegis. Súld og rigning, en hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Á sunnudag: Suðvestan 8-13, en 13-18 á norðanverðu landinu. Víða þurrt og bjart veður. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á miðvikudag: Austan og suðaustan 3-8 og bjartviðri, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta þar. Hiti 4 til 10 stig. Á fimmtudag: Fremur hæg norðaustlæg átt og bjartviðri, en skýjað norðaustantil á landinu. Hiti frá frostmarki norðaustanlands, upp í 9 stig á Suðvesturlandi. Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Sjá meira
Á Hellisheiði og í Þrengslum er spáð snjókomu og 10 til 13 metrar á sekúndu frá því um klukkan 15 í dag og fram á kvöld, þegar hlánar. Sömu sögu er að segja af Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Um tíma undir kvöld einnig á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum, segir í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Á vef Veðurstofunnar segir að á morgun sé sunnanátt í kortunum, víða stinningskaldi eða allhvass vindur eftir hádegi. „Búast má við súld og rigningu og mjög þungbúnu veðri og bætir í rigninguna á vestanverðu landinu seinnipartinn. Þurrara á Norður og Austurlandi og hærra undir skýin. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðan- og austanlands. Samfara svona hlýindum ryðja ár og lækir sig gjarnan en víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísi lagðir á meðan vel flestar ár eru opnar sunnan heiða. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem það á við, þar þarf að hreina frá svo vatn komist greiðlega í burtu. Á sunnudag styttir upp og snýst í suðvestanátt, sem verður allhvöss á norðanverðu landinu, en hægari sunnantil. Hitinn þokast aftur niðurávið. Ef rýnt er í spár lengra fram í tímann virðist sem í byrjun næstu viku eigi að vera hið ljúfasta veður, hægur vindur og bjart veður víða um land. Þokkarlegar hitatölur yfir daginn, eða 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Vaxandi sunnanátt, 10-18 m/s síðdegis. Súld og rigning, en hægari vindur og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Á sunnudag: Suðvestan 8-13, en 13-18 á norðanverðu landinu. Víða þurrt og bjart veður. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag og þriðjudag: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á miðvikudag: Austan og suðaustan 3-8 og bjartviðri, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta þar. Hiti 4 til 10 stig. Á fimmtudag: Fremur hæg norðaustlæg átt og bjartviðri, en skýjað norðaustantil á landinu. Hiti frá frostmarki norðaustanlands, upp í 9 stig á Suðvesturlandi.
Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Sjá meira