„Kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan var“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 12:00 David Moyes var vægast sagt ósáttur við Hamrana sína í gær. getty/Rob Newell David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, skammaðist sín og gagnrýndi leikmenn liðsins eftir tapið stóra fyrir Crystal Palace, 5-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
West Ham féll úr leik fyrir Bayer Leverkusen í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn og mætti svo Palace á Selhurst Park í gær. Hamrarnir sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu 5-0 undir. Þeir töpuðu leiknum á endanum, 5-2, og Moyes baunaði á sína menn eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var það versta sem ég hef séð til okkar. Við höfum átt nokkra svona svipaða leiki á tímabilinu þar sem ég trúi ekki því sem ég sé frá mínu liði,“ sagði Skotinn. „Ég held að liðið hafi ekki sýnt jafn slaka frammistöðu í 3-4 leikjum í vetur þau þrjú ár sem ég hef verið hérna. Fyrri hálfleikurinn var óásættanlegur. Við höfum tapað mörgum leikjum og sumum stórt en tilfinningin hefur ekki verið eins og í ár.“ Moyes hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Ég er ekki að afsaka neitt . Leikmönnunum var hrósað fyrir frammistöðuna á fimmtudaginn. En ég kem því ekki í orð hversu léleg frammistaðan í dag var,“ sagði Moyes. „Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmannanna sem komu að sjá okkur og í sannleika sagt skammast ég mín fyrir að tala fyrir hönd liðsins og hvernig þeir spiluðu en ég er stjórinn. Ég verð að segja að ég hef ekki stýrt mörgum liðum á ferlinum sem hafa spilað svona.“ Moyes verður samningslaus í sumar og óvíst er hvort hann heldur áfram hjá West Ham. Hann tók í annað sinn við liðinu í desember 2019 og stýrði því til sigurs í Sambandsdeildinni í fyrra. Það var fyrsti stóri titill West Ham í 43 ár.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira