Krókur Liverpool á móti bragði Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 09:01 Arne Slot og Ruben Amorim eru taldir líklegastir til að taka við í Bítlaborginni. Samsett/Getty Portúgalskur blaðamaður segir fréttir um Hollendinginn Arne Slot sem mögulegan þjálfara Liverpool vera svar félagsins við óvæntum sögum um Portúgalann Rúben Amorim í vikunni. Aðrir segja tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum við Slot. Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Fyrir um viku síðan var talið líklegast að Rúben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, yrði næsti þjálfari Liverpool á Englandi þegar Jurgen Klopp lætur af störfum í sumar. Það hefur snarlega breyst í vikunni. Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er nú talinn leiða kapphlaupið og segja breskir miðlar að Feyenoord hafi þegar hafnað tilboði Liverpool í stjórann. Rúben Amorim and his agent used West Ham’s potential interest to put pressure on Liverpool.Liverpool responded the next day by circulating rumors that Amorim’s name lost strength and that Arne Slot was the new favorite, per @brunoandrd. pic.twitter.com/37s8aLs7CI— Zach Lowy (@ZachLowy) April 24, 2024 Amorim var orðaður við stjórastarf West Ham í vikunni, sem kom mörgum á óvart vegna líkinda á því að hann tæki við stærra liði í Liverpool. Portúgalski blaðamaðurinn Bruno Andrade, sem vinnur fyrir CNN í Portúgal, segir frá því á samfélagsmiðlinum X að Amorim og umboðsmaður hans hafi gefið West Ham undir fótinn og lekið því í fjölmiðla til að setja pressu á Liverpool í samningaviðræðunum. Samkvæmt Andrade eru fregnirnar sem hafa fylgt í kjölfarið um að Slot taki við starfinu í Bítlaborginni verið svar Liverpool við þeirri brellu. Félagið hafi þá lekið því til fjölmiðla að Slot væri efstur á lista. Stjórnarmenn hjá Liverpool hafa flýtt sér hægt í þjálfaramálunum en ef til vill breyttist það í gærkvöld þegar félagið virðist hafa skráð sig út úr toppbaráttunni með 2-0 tapi í grannaslag fyrir Everton. Ítalinn Fabrizio Romano segir nefnilega á X í morgun að Liverpool muni þrýsta á Feyenoord næstu klukkustundirnar. Búið sé að ná samningum við Slot sjálfan. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, er ákvæði í samningi Slot sem segir til um upphæð sem félag þarf að greiða til að losa hann undan samningi við Feyenoord en það ákvæði taki ekki gildi fyrr en sumarið 2025. Því þurfi Liverpool að semja við Feyenoord um upphæð ætli félagið að ráða Hollendinginn í sumar. 🚨🔴 Liverpool will insist in talks with Feyenoord also in the next hours to reach an agreement on compensation.#LFC want to get Arne Slot deal done on club side soon, as there's no issue on contact talks with the manager and his representative so far. pic.twitter.com/KvX69POkKD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira