„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 12:30 Bergdís Sveinsdóttir hefur staðið sig vel á miðju Víkingsliðsins og fékk hrós í Bestu mörkunum. Vísir/Diego Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar. Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira