Sjáðu og heyrðu sjónvarpslýsanda sturlast yfir Brynjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 11:31 Brynjólfur Willumsson á enn eftir að skora á þessu tímabili og skaut í stöngina úr þessu umrædda víti. Getty/Marc Atkins Íslenski knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson er ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá þeim sem lýsti leik Kristiansund og Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024 Norski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024
Norski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Sjá meira