Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 21:33 Frá meðferð málsins í héraði. vísir „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“ Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01