Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 14:03 Snorri og Nadine ætla að gifta sig í sumar. Þau eru búin að vera saman í nokkur ár og kynntust í vinnu hjá Stöð 2. Saman eiga þau eitt barn. Aðsend Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús. Snorri heldur úti hlaðvarpinu Skoðanabræður með bróður sínum Bergþóri Mássyni. Nýjasti þátturinn og umræður í honum hafa vakið mikla athygli. Gestur þeirra bræðra í þættinum var Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó. Þar ræddu þeir þrír um hlutverk kynjanna í tengslum við kapítalisma og sagði Patrik að hans mati ættu karlar að vera með peningaáhyggjur á meðan konur gætu verið heima með börnin. Æðsta markmið að vera fyrirvinna Þessum pælingum Patriks svaraði Snorri á þessa leið: „Ég hugsa líka að allir karlar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kynin frábær í allskonar störfum og mjög góð í allskonar drasli, en allir karlar myndu vilja geta haldið uppi heimili sínu án þess að konan þyrfti að vinna. Að sjálfsögðu myndu þeir vilja það,“ sagði Snorri og að hjá mörgum körlum væri það þeirra æðsta markmið. Bergþór tók þá við orðinu og sagði: „Já maður, hún eitthvað í Pilates.“ segir Bergþór þá og Snorri bætir við: „Hún getur stofnað kaffihús“. Nadine gefur ekki mikið fyrir þessar tillögur. Þessi orð Snorra séu auk þess hluti af gríni sem gangi þeirra á milli. „Við Snorri höfum sent á milli okkar meme af TikTok þar sem ungir gaurar sem eru augljóslega ekki búnir að meika það fjárhagslega segjast samt vera að vinna af sér rassgatið og stofna stórfyrirtæki, til þess að konan geti áhyggjulaust stofnað sitt kaffihús ef hún vill. Þannig að það er ákveðið grín í gangi þar,“ segir hún. Hún segir það á sama tíma „algjört rugl“ að taka undir sjónarmið Patriks um að konan eigi bara að vera heima. Þar sé hún ekki sammála. Nadine svaraði á Instagram í gær. Skjáskot/Instagram Ætlar ekki að hætta að vinna „Hann alla vega hvetur mig til dáða sem ætla mér stóra hluti í atvinnulífinu. Ég hef alltaf verið mjög vinnusöm manneskja, alltaf unnið mikið. Það hefur aldrei staðið til að breyta því enda fæ ég mikið út úr mínum störfum. Fólk þarf auðvitað bara að taka sínar ákvarðanir út frá störfum og hag og vera frjálst að gera það sem það vill á sínum forsendum,“ segir Nadine. Hún segir það svo aðra pælingu hvað hún eða hann myndu gera ef þau væru milljarðamæringar. „Það er auðvitað rómantísk pæling. En við erum ekki þar og Snorri ber ábyrgð á því. Hann er blaðamaður. Þar fyrir utan stunda ég lyftingar, ekki pilates,“ segir Nadine og skýtur létt á Bergþór. Jöfn í uppeldi og heimilisstörfum Um umræðuna í þættinum um hlutverk kynjanna segist hún skynja að mögulega sé um „eitthvað pönk“. „ Heimilislífið hjá okkur er tiltölulega jafnt skipt, myndi ég segja. Að konan eigi að hugsa um börnin er líklega eitthvað pönk, enda erum við alveg jöfn í barnauppeldinu. Ég bý við þann veruleika að það eru ýmsar misgáfulegar pælingar látnar flakka í hlaðvarpsþáttum Snorra og bróður hans Bergþórs. Að vísu er þarna punktur um að nú þurfi báðir aðilar að vera útivinnandi til að láta hlutina ganga upp sem er svona einhver umræða um kapítalismann í nútímanum. Mér finnst alveg vert að ræða það, ekki að það þýði endilega að það sé konan sem ætti þá að vera heima,“ segir hún svo á alvarlegri nótum. Hún segir þau Snorra rökræða mjög mikið. Umræðurnar geti orðið skrautlegar. Hann sé áberandi í opinberri umræðu og hún sé meðvituð um að fólk hafi misjafna skoðun á honum. „En ég tek lífinu ekki mjög alvarlega og hef á vissan hátt gaman að þessu öllu saman. Það má segja að Snorri sé kominn á bragðið með að ögra fólki og mér líður eins og hann sé aldrei í eins góðu skapi og þegar allir eru brjálaðir út í hann. Ætli það venjist ekki eins og annað.“ Jafnréttismál Mannréttindi Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Steggjun endaði á árshátíð RÚV Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi. 23. apríl 2024 09:30 Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra. 20. apríl 2024 20:19 Snorri sakaður um að vera kynslóðavillingur „Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is 22. mars 2024 14:35 Nadine og Þórhildur snúa aftur í sjónvarpið Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks. 22. mars 2024 08:01 Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Snorri heldur úti hlaðvarpinu Skoðanabræður með bróður sínum Bergþóri Mássyni. Nýjasti þátturinn og umræður í honum hafa vakið mikla athygli. Gestur þeirra bræðra í þættinum var Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó. Þar ræddu þeir þrír um hlutverk kynjanna í tengslum við kapítalisma og sagði Patrik að hans mati ættu karlar að vera með peningaáhyggjur á meðan konur gætu verið heima með börnin. Æðsta markmið að vera fyrirvinna Þessum pælingum Patriks svaraði Snorri á þessa leið: „Ég hugsa líka að allir karlar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kynin frábær í allskonar störfum og mjög góð í allskonar drasli, en allir karlar myndu vilja geta haldið uppi heimili sínu án þess að konan þyrfti að vinna. Að sjálfsögðu myndu þeir vilja það,“ sagði Snorri og að hjá mörgum körlum væri það þeirra æðsta markmið. Bergþór tók þá við orðinu og sagði: „Já maður, hún eitthvað í Pilates.“ segir Bergþór þá og Snorri bætir við: „Hún getur stofnað kaffihús“. Nadine gefur ekki mikið fyrir þessar tillögur. Þessi orð Snorra séu auk þess hluti af gríni sem gangi þeirra á milli. „Við Snorri höfum sent á milli okkar meme af TikTok þar sem ungir gaurar sem eru augljóslega ekki búnir að meika það fjárhagslega segjast samt vera að vinna af sér rassgatið og stofna stórfyrirtæki, til þess að konan geti áhyggjulaust stofnað sitt kaffihús ef hún vill. Þannig að það er ákveðið grín í gangi þar,“ segir hún. Hún segir það á sama tíma „algjört rugl“ að taka undir sjónarmið Patriks um að konan eigi bara að vera heima. Þar sé hún ekki sammála. Nadine svaraði á Instagram í gær. Skjáskot/Instagram Ætlar ekki að hætta að vinna „Hann alla vega hvetur mig til dáða sem ætla mér stóra hluti í atvinnulífinu. Ég hef alltaf verið mjög vinnusöm manneskja, alltaf unnið mikið. Það hefur aldrei staðið til að breyta því enda fæ ég mikið út úr mínum störfum. Fólk þarf auðvitað bara að taka sínar ákvarðanir út frá störfum og hag og vera frjálst að gera það sem það vill á sínum forsendum,“ segir Nadine. Hún segir það svo aðra pælingu hvað hún eða hann myndu gera ef þau væru milljarðamæringar. „Það er auðvitað rómantísk pæling. En við erum ekki þar og Snorri ber ábyrgð á því. Hann er blaðamaður. Þar fyrir utan stunda ég lyftingar, ekki pilates,“ segir Nadine og skýtur létt á Bergþór. Jöfn í uppeldi og heimilisstörfum Um umræðuna í þættinum um hlutverk kynjanna segist hún skynja að mögulega sé um „eitthvað pönk“. „ Heimilislífið hjá okkur er tiltölulega jafnt skipt, myndi ég segja. Að konan eigi að hugsa um börnin er líklega eitthvað pönk, enda erum við alveg jöfn í barnauppeldinu. Ég bý við þann veruleika að það eru ýmsar misgáfulegar pælingar látnar flakka í hlaðvarpsþáttum Snorra og bróður hans Bergþórs. Að vísu er þarna punktur um að nú þurfi báðir aðilar að vera útivinnandi til að láta hlutina ganga upp sem er svona einhver umræða um kapítalismann í nútímanum. Mér finnst alveg vert að ræða það, ekki að það þýði endilega að það sé konan sem ætti þá að vera heima,“ segir hún svo á alvarlegri nótum. Hún segir þau Snorra rökræða mjög mikið. Umræðurnar geti orðið skrautlegar. Hann sé áberandi í opinberri umræðu og hún sé meðvituð um að fólk hafi misjafna skoðun á honum. „En ég tek lífinu ekki mjög alvarlega og hef á vissan hátt gaman að þessu öllu saman. Það má segja að Snorri sé kominn á bragðið með að ögra fólki og mér líður eins og hann sé aldrei í eins góðu skapi og þegar allir eru brjálaðir út í hann. Ætli það venjist ekki eins og annað.“
Jafnréttismál Mannréttindi Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Steggjun endaði á árshátíð RÚV Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi. 23. apríl 2024 09:30 Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra. 20. apríl 2024 20:19 Snorri sakaður um að vera kynslóðavillingur „Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is 22. mars 2024 14:35 Nadine og Þórhildur snúa aftur í sjónvarpið Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks. 22. mars 2024 08:01 Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Sjá meira
Steggjun endaði á árshátíð RÚV Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi. 23. apríl 2024 09:30
Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra. 20. apríl 2024 20:19
Snorri sakaður um að vera kynslóðavillingur „Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is 22. mars 2024 14:35
Nadine og Þórhildur snúa aftur í sjónvarpið Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks. 22. mars 2024 08:01