Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 19:15 Klopp kveður Liverpool að leiktíðinni lokinni. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. „Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
„Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira