Fjölmenn mótmæli vegna ofbeldisbylgju í Ástralíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 10:24 Mótmælt var í Canberra, Melbourne, Sydney og á fleiri stöðum. EPA Þúsundir Ástrala gengu til mótmæla í dag vegna ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir landið á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra segir að um þjóðarkrísu ræðir og heitir aðgerðum. Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu. Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fjallað er um mótmælin á vef BBC, þar sem segir að kröfur mótmælenda séu að neyðarástandi vegna kynbundins ofbeldis verði lýst yfir á landsvísu. Ný löggjöf vegna kynbundins ofbeldis verði forgangsmál. Martina Ferrara, einn af skipuleggjendum mótmælanna, sagði þörf á fleiri möguleikum þegar kæmi að því að tilkynna kynbundið ofbeldi. „Og við viljum að yfirvöld viðurkenni að upp sé komið neyðarástand og grípi til aðgerða strax.“ Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu flutti ræðu á mótmælunum í höfuðborginni Canberra í dag. Hann segir ástandið þjóðarkrísu. Hann viðurkenndi að yfirvöld á öllum stigum þyrftu að gera betur í tengslum við kynbundið ofbeldi. „Við verðum að breyta menningunni, viðmótinu, dómskerfinu og nálgun allra yfirvalda,“ sagði hann. „Við þurfum að átta okkur á því að það er ekki kvennanna að bæta þetta. Karlarnir þurfa að breyta viðhorfi karlanna.“ Kveikjan að mótmælunum var stunguárás sem gerð var í verslunarmiðstöð í Sydney fyrr í mánuðinum, þegar maður gekk um og stakk sex til bana, fimm konur og öryggisvörð sem freistaði þess að stöðva árásarmanninn. Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árásin hafi beinst gegn konum. Samkvæmt gögnum frá baráttuhópnum Destroy the Joint voru 27 konur drepnar fyrstu 119 dagana á árinu.
Ástralía Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31
Sex stungnir til bana í verslunarmiðstöð Sex voru stungnir til bana í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu í morgun þegar maður fór að stinga fólk af handahófi. Margir eru sagðir særðir og þar á meðal ungt barn en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögregluþjóni. 13. apríl 2024 09:35
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47