Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 13:27 Hjónin Hiwa S. Mohammed og Muna Sardar-Mohammad fyrir utan verslun sína. Þeim er illa brugðið eftir árásina sem var aðfararnótt mánudags. vísir/vilhelm Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. Við svo búið lét byssumaðurinn sig hverfa. Ekki er vitað hvaða vopn hann var með en það hefur ekki verið mjög öflugt en þó nógu öflugt til að gata rúður. Í öryggismyndavél má sjá hvar hann fer grímuklæddur upp Njálsgötu og gengur þá upp Skólavörðustíg. Með illan ásetning. Hafa verið í þrjú ár á Íslandi Það eru þau hjón Hiwa S. Mohammed og Muna Sardar-Mohammad sem reka búðina. Hann er ættaður frá Írak og er Kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Hann var á vettvangi og teiknaði myndir til að reyna að ná utan um atburðinn. Muna talar ensku og hún segist ekkert vita hver var þarna á ferð. Hún telur lögregluna ekki sýna málinu nógu mikinn áhuga, hún óttast um sig og sonur þeirra er skelkaður. Hann þorir ekki að fara neitt án foreldra sinna. Þau hjónin í Korak Market vinna myrkranna á milli og sjá ekki hvernig þau hefðu átt að hafa tækifæri á að afla sér óvina. vísir/vilhelm Hiwa og Muna fluttu til Íslands fyrir um þremur árum en reka nú kjörverslunina Korakmarket. Þar vinna þau myrkranna á milli, opna fyrir allar aldir og eru með opið til klukkan tvö að nóttu. Hvað er að gerast? Muna er óánægð með viðbrögð lögreglu. Hún hefur farið í hótel og verslanir í leit að myndefni úr öryggismyndavélum. En segir að lögreglan vilji tala við þau 22. maí. Það þýði þá að myndefnið af manninum verið horfið úr myndavélunum. Hún segist ekki hafa séð neinn lögreglubíl á ferð um hverfið, sem þó er eins mikið „down town“ og hægt er að hugsa sér. Ekki er sem þeir meti mikla hættu á ferðum, en Muna telur svo vera. Lögreglan telur að um sé að ræða væringar milli manna Hiwa S. Mohammed var að taka á sig náðir aðfararnótt mánudags þegar hann kíkti á öryggismyndavél og sá þá að ekki var allt með felldu í búðinni. Sundurskotinn glugginn og þau drifu sig því á vettvang og þá kom þetta á daginn. Þau hafa síðan verið að ganga frá og ganga á eftir upplýsingum hvar sem þær er að finna. Eigendur húsnæðisins hafa fullan hug á að kæra atvikið. Fyrir spellvirki og eignaspjöll. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á Stöð 1 og hann segist vera með fimm hundruð mál á sínu borði. Hver og ein einasta rúða í versluninni, um þrjátíu talsins, voru skotnar og sumar oft. vísir/vilhelm Hann fletti í gögnum sínum og sagði að lögreglan hefði mann grunaðan, hann væri ekki í haldi og það ætti eftir að yfirheyra hann. Lögreglan metur þetta ekki sem svo að um hatursglæp sé að ræða heldur að þarna sé um væringar að ræða milli manna. „Þetta er sennilega einhverjar erjur á milli manna, einhver hefndaraðgerð virðist vera,“ sagði Guðmundur Páll. En hann segist ekki geta sagt mikið á þessu stigi, það eigi eftir að taka skýrslu af brotaþola og hinum grunaða. Hann vissi ekki hvaða vopn hafði verið notað til að vinna spellvirkin. Segist ekki hafa hugmynd um hver var á ferð Muna segist hins vegar ekki þekkja manninn. Það myndi hjálpa ef þau sæju myndefni úr öryggismyndavélum þar sem hann hefur tekið af sér grímuna en því sé ekki til að dreifa. Þeim er ekki veittur aðgangur að slíku efni án leyfis lögreglu. Og á morgun er frídagur. Í sumum tilfellum splundruðust rúðurnar.vísir/vilhelm „Við höfum ekki lent í neinum vandræðum. Ekki við viðskiptavini, ekki við neinn. Við gerum ekkert annað en vinna,“ segir Muna. Hún segir Ísland ekki öruggt land, þetta sé áfall. Þegar þau komu var það erfitt fyrir son hennar en hann er nú í leikskóla og vill nú hvergi vera. En hann er mjög skekinn eftir atburðinn. Muna og sonur hennar illa skekin eftir atburðinn Sjálf er Muna hrædd, hún viti ekki hver var á bak við grímuna og nú sjái hún spellvirkjann í öllum. Og fyrst að maðurinn var tilbúinn að vinna svona alvarlegt verk sem var að skjóta gat á allar rúður verslunarinnar, mun hann láta það duga. Verslunin er í miðborginni en Muna segist aldrei hafa séð lögreglubíl þar á ferð, svo virðist sem þeir meti hættuna ekki mikla. En sjálf er hún hrædd og segist ekki vita uppá hverju maðurinn kann að taka.vísir/vilhelm Mun hann koma á eftir þeim sjálfum? Hún sagðist ekki hafa hætt sér heim, heldur svaf í húsi foreldra sinna í nótt. Muna segist ekki hafa orðið vör við mikinn rasisma á Íslandi. En stundum, af því að hún talar ekki íslensku. Hún var að vinna í kjörverslun og þá kom upp atvik en ekkert í líkingu við þetta. Hún segir að fjölskyldan hafi fullan hug á því að vera áfram á Íslandi en þetta setji vissulega strik í reikninginn. Lögreglumál Reykjavík Verslun Innflytjendamál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Við svo búið lét byssumaðurinn sig hverfa. Ekki er vitað hvaða vopn hann var með en það hefur ekki verið mjög öflugt en þó nógu öflugt til að gata rúður. Í öryggismyndavél má sjá hvar hann fer grímuklæddur upp Njálsgötu og gengur þá upp Skólavörðustíg. Með illan ásetning. Hafa verið í þrjú ár á Íslandi Það eru þau hjón Hiwa S. Mohammed og Muna Sardar-Mohammad sem reka búðina. Hann er ættaður frá Írak og er Kúrdi. Hún er ungversk en faðir hennar er frá Sýrlandi. Þau eiga lítinn sex ára son sem er á leikskóla. Hann var á vettvangi og teiknaði myndir til að reyna að ná utan um atburðinn. Muna talar ensku og hún segist ekkert vita hver var þarna á ferð. Hún telur lögregluna ekki sýna málinu nógu mikinn áhuga, hún óttast um sig og sonur þeirra er skelkaður. Hann þorir ekki að fara neitt án foreldra sinna. Þau hjónin í Korak Market vinna myrkranna á milli og sjá ekki hvernig þau hefðu átt að hafa tækifæri á að afla sér óvina. vísir/vilhelm Hiwa og Muna fluttu til Íslands fyrir um þremur árum en reka nú kjörverslunina Korakmarket. Þar vinna þau myrkranna á milli, opna fyrir allar aldir og eru með opið til klukkan tvö að nóttu. Hvað er að gerast? Muna er óánægð með viðbrögð lögreglu. Hún hefur farið í hótel og verslanir í leit að myndefni úr öryggismyndavélum. En segir að lögreglan vilji tala við þau 22. maí. Það þýði þá að myndefnið af manninum verið horfið úr myndavélunum. Hún segist ekki hafa séð neinn lögreglubíl á ferð um hverfið, sem þó er eins mikið „down town“ og hægt er að hugsa sér. Ekki er sem þeir meti mikla hættu á ferðum, en Muna telur svo vera. Lögreglan telur að um sé að ræða væringar milli manna Hiwa S. Mohammed var að taka á sig náðir aðfararnótt mánudags þegar hann kíkti á öryggismyndavél og sá þá að ekki var allt með felldu í búðinni. Sundurskotinn glugginn og þau drifu sig því á vettvang og þá kom þetta á daginn. Þau hafa síðan verið að ganga frá og ganga á eftir upplýsingum hvar sem þær er að finna. Eigendur húsnæðisins hafa fullan hug á að kæra atvikið. Fyrir spellvirki og eignaspjöll. Guðmundur Páll Jónsson er lögreglufulltrúi á Stöð 1 og hann segist vera með fimm hundruð mál á sínu borði. Hver og ein einasta rúða í versluninni, um þrjátíu talsins, voru skotnar og sumar oft. vísir/vilhelm Hann fletti í gögnum sínum og sagði að lögreglan hefði mann grunaðan, hann væri ekki í haldi og það ætti eftir að yfirheyra hann. Lögreglan metur þetta ekki sem svo að um hatursglæp sé að ræða heldur að þarna sé um væringar að ræða milli manna. „Þetta er sennilega einhverjar erjur á milli manna, einhver hefndaraðgerð virðist vera,“ sagði Guðmundur Páll. En hann segist ekki geta sagt mikið á þessu stigi, það eigi eftir að taka skýrslu af brotaþola og hinum grunaða. Hann vissi ekki hvaða vopn hafði verið notað til að vinna spellvirkin. Segist ekki hafa hugmynd um hver var á ferð Muna segist hins vegar ekki þekkja manninn. Það myndi hjálpa ef þau sæju myndefni úr öryggismyndavélum þar sem hann hefur tekið af sér grímuna en því sé ekki til að dreifa. Þeim er ekki veittur aðgangur að slíku efni án leyfis lögreglu. Og á morgun er frídagur. Í sumum tilfellum splundruðust rúðurnar.vísir/vilhelm „Við höfum ekki lent í neinum vandræðum. Ekki við viðskiptavini, ekki við neinn. Við gerum ekkert annað en vinna,“ segir Muna. Hún segir Ísland ekki öruggt land, þetta sé áfall. Þegar þau komu var það erfitt fyrir son hennar en hann er nú í leikskóla og vill nú hvergi vera. En hann er mjög skekinn eftir atburðinn. Muna og sonur hennar illa skekin eftir atburðinn Sjálf er Muna hrædd, hún viti ekki hver var á bak við grímuna og nú sjái hún spellvirkjann í öllum. Og fyrst að maðurinn var tilbúinn að vinna svona alvarlegt verk sem var að skjóta gat á allar rúður verslunarinnar, mun hann láta það duga. Verslunin er í miðborginni en Muna segist aldrei hafa séð lögreglubíl þar á ferð, svo virðist sem þeir meti hættuna ekki mikla. En sjálf er hún hrædd og segist ekki vita uppá hverju maðurinn kann að taka.vísir/vilhelm Mun hann koma á eftir þeim sjálfum? Hún sagðist ekki hafa hætt sér heim, heldur svaf í húsi foreldra sinna í nótt. Muna segist ekki hafa orðið vör við mikinn rasisma á Íslandi. En stundum, af því að hún talar ekki íslensku. Hún var að vinna í kjörverslun og þá kom upp atvik en ekkert í líkingu við þetta. Hún segir að fjölskyldan hafi fullan hug á því að vera áfram á Íslandi en þetta setji vissulega strik í reikninginn.
Lögreglumál Reykjavík Verslun Innflytjendamál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira