Hjólastólinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2024 20:07 Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns. Hún brosir allan daginn vegna þessarar flottu tækni, sem gerir henni lífið svo miklu auðveldara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brosið fer ekki af ungri konu, sem glímir við erfiða fötlun á Eyrarbakka. Ástæðan er sú að hún er komin með hjólastólinn sinn í "tengdamömuboxið" uppi á topp bílsins síns og ýtir bara á takka á fjarstýringu til að fá stólinn niður til sín. Hér erum við að tala um Þóru Ósk Guðjónsdóttur sjúkraliða, sem er alltaf brosandi og svo jákvæð þrátt fyrir erfiðleika vegna fötlunar sinnar, sem gerir ástand hennar alltaf verra og verra. Hún gengur við göngugrind en þarf alltaf að nota hjólastól meira og meira. Og það er alveg magnað að sjá hvað þetta virkar flott hjá Þóru á bílnum. Hjólastólinn kemur bara til hennar sjálfkrafa með aðstoð ákveðins búnaðar enda fer brosið varla af Þóru því hún er svo ánægð með nýju græjuna. „Já, ég er með svona „tengdamömmubox “til að geyma hjólastólinn minn þannig að nú þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa stólinn í skottinu eða hafa einhvern með mér til að taka stólinn fyrir mig, þetta kemur bara allt svona. Þetta er ótrúlega flott og sniðugt,” segir Þóra Ósk. Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það sem amar að hjá Þóru varðandi hennar fötlun? „Ég er sem sagt með einhvern taugahrörnunarsjúkdóm en það er svo einkennilegt að það finnst ekkert af mér. Ég er búin að fara í allskonar blóðprufur, skanna á heila og mænu hvort ég sé með MS þannig að ég er örugglega ekkert fötluð,”, segir hún og hlær. Þóra er með taugahrörnunarsjúkdóm en læknum gengur illa að finna út hvað er nákvæmlega að hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þóra Ósk á þrjú börn með manni sínum Hlöðveri Þorsteinssyni og una þau hag sínum vel á Eyrarbakka. Hún er í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku og í sérstökum þrýstingsbuxum til að auka blóðflæði niður í fætur svo eitthvað sé nefnt. Og þú ert ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt? „Heyrðu já, það hefur hjálpað mér svo rosalega mikið hvernig mér líður að það er bara ekki í boði að draga sængina upp fyrir haus og bara aumingja ég, það er ekki í boði,” segir Þóra Ósk ákveðin. Og Þóra segir að hjólastólinn í „tengdamömmuboxinu breyti öllu fyrir sig. „Já, að vera með hjólastólinn og þurfa ekkert að hugsa, bara að fara eða að fara í búðina og ekkert að spá í þessu, það er alveg geggjað,” segir Þóra Ósk, jákvæð og hress Eyrbekkingur þrátt fyrir erfið veikindi en hún lætur ekkert stoppa sig. Þóra Ósk og Hlöðver una sér vel á Eyrarbakka en hann fékk heilablóðfall 2019 en lætur ekkert stoppa sig eins og Þóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hér erum við að tala um Þóru Ósk Guðjónsdóttur sjúkraliða, sem er alltaf brosandi og svo jákvæð þrátt fyrir erfiðleika vegna fötlunar sinnar, sem gerir ástand hennar alltaf verra og verra. Hún gengur við göngugrind en þarf alltaf að nota hjólastól meira og meira. Og það er alveg magnað að sjá hvað þetta virkar flott hjá Þóru á bílnum. Hjólastólinn kemur bara til hennar sjálfkrafa með aðstoð ákveðins búnaðar enda fer brosið varla af Þóru því hún er svo ánægð með nýju græjuna. „Já, ég er með svona „tengdamömmubox “til að geyma hjólastólinn minn þannig að nú þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa stólinn í skottinu eða hafa einhvern með mér til að taka stólinn fyrir mig, þetta kemur bara allt svona. Þetta er ótrúlega flott og sniðugt,” segir Þóra Ósk. Þóra Ósk, sem er með hjólastólinn sinn í „tengdamömmuboxi“ á toppi bílsins síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það sem amar að hjá Þóru varðandi hennar fötlun? „Ég er sem sagt með einhvern taugahrörnunarsjúkdóm en það er svo einkennilegt að það finnst ekkert af mér. Ég er búin að fara í allskonar blóðprufur, skanna á heila og mænu hvort ég sé með MS þannig að ég er örugglega ekkert fötluð,”, segir hún og hlær. Þóra er með taugahrörnunarsjúkdóm en læknum gengur illa að finna út hvað er nákvæmlega að hjá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þóra Ósk á þrjú börn með manni sínum Hlöðveri Þorsteinssyni og una þau hag sínum vel á Eyrarbakka. Hún er í sjúkraþjálfun nokkrum sinnum í viku og í sérstökum þrýstingsbuxum til að auka blóðflæði niður í fætur svo eitthvað sé nefnt. Og þú ert ótrúlega jákvæð þrátt fyrir allt? „Heyrðu já, það hefur hjálpað mér svo rosalega mikið hvernig mér líður að það er bara ekki í boði að draga sængina upp fyrir haus og bara aumingja ég, það er ekki í boði,” segir Þóra Ósk ákveðin. Og Þóra segir að hjólastólinn í „tengdamömmuboxinu breyti öllu fyrir sig. „Já, að vera með hjólastólinn og þurfa ekkert að hugsa, bara að fara eða að fara í búðina og ekkert að spá í þessu, það er alveg geggjað,” segir Þóra Ósk, jákvæð og hress Eyrbekkingur þrátt fyrir erfið veikindi en hún lætur ekkert stoppa sig. Þóra Ósk og Hlöðver una sér vel á Eyrarbakka en hann fékk heilablóðfall 2019 en lætur ekkert stoppa sig eins og Þóra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira