Vatnaskil hjá Red Bull og risafréttir fyrir Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 2. maí 2024 12:00 Adrian Newey hefur gegnt lykilhlutverki í yfirburðum Red Bull Racing í Formúlu 1 Vísir/Getty Í gær bárust stórar fréttir úr heimi Formúlu 1. Adrian Newey, aðal hönnuðurinn að baki keppnisbílum Red Bull frá árinu 2006. Maðurinn sem er jafnan talinn vera heilinn að baki þeim þrettán heimsmeistaratitlum sem liðið hefur unnið síðan að hann gekk til liðs við það, er á förum í upphafi næsta árs. Orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki undanfarnar vikur en í gær var það staðfest að orðrómarnir væru á rökum reistir. Newey mun halda áfram að vinna að hönnun RB17, keppnisbíls Red Bull Racing fyrir tímabilið 2026 út þetta ár en er ekki lengur hluti af núverandi Formúlu 1 verkefni liðsins er snýr að þessu sem og næsta tímabili. Tímabilið 2026 verður það fyrsta þar sem keppt verður á nýrri kynslóð Formúlu 1 bíla. Það er verkefnið sem Newey vinnur nú að hjá Red Bull. Brotthvarf Newey úr herbúðum Red Bull Racing eru fréttir af þeirri stærðargráðu að um mikil vatnaskil er talið að ræða fyrir liðið. Newey er af mörgum talinn besti hönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur komið að fimmtán meistaratitlum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan Formúlu 1.Nokkuð ljóst þykir þó að Bretinn knái ætli sér ekki að yfirgefa mótaröðina að fullu. Telja má nokkuð öruggt að öll lið í Formúlu 1 hafi áhuga á því að fá hann til liðs við sig. Hins vegar eru aðeins örfá sem að munu hafa möguleika á því. Ítalski risinn Ferrari fer þar fremstur í flokki. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að forráðamenn Ferrari hafi nú þegar sett sig í samband við Newey, sem mun ekki þurfa að stíga frá mótaröðinni í ákveðin tíma eftir brotthvarf sitt frá Red Bull Racing, þar til að hann stígur aftur fæti þangað inn. Hann gæti því tæknilega séð komið sér fyrir hjá öðru liði og lagt þar eitthvað af mörkum í hönnun 2026 bílsins hjá umræddu liði þó svo að nú þegar séu Formúlu 1 liðin komin á fullt í þeirri vinnu. Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki undanfarnar vikur en í gær var það staðfest að orðrómarnir væru á rökum reistir. Newey mun halda áfram að vinna að hönnun RB17, keppnisbíls Red Bull Racing fyrir tímabilið 2026 út þetta ár en er ekki lengur hluti af núverandi Formúlu 1 verkefni liðsins er snýr að þessu sem og næsta tímabili. Tímabilið 2026 verður það fyrsta þar sem keppt verður á nýrri kynslóð Formúlu 1 bíla. Það er verkefnið sem Newey vinnur nú að hjá Red Bull. Brotthvarf Newey úr herbúðum Red Bull Racing eru fréttir af þeirri stærðargráðu að um mikil vatnaskil er talið að ræða fyrir liðið. Newey er af mörgum talinn besti hönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur komið að fimmtán meistaratitlum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan Formúlu 1.Nokkuð ljóst þykir þó að Bretinn knái ætli sér ekki að yfirgefa mótaröðina að fullu. Telja má nokkuð öruggt að öll lið í Formúlu 1 hafi áhuga á því að fá hann til liðs við sig. Hins vegar eru aðeins örfá sem að munu hafa möguleika á því. Ítalski risinn Ferrari fer þar fremstur í flokki. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að forráðamenn Ferrari hafi nú þegar sett sig í samband við Newey, sem mun ekki þurfa að stíga frá mótaröðinni í ákveðin tíma eftir brotthvarf sitt frá Red Bull Racing, þar til að hann stígur aftur fæti þangað inn. Hann gæti því tæknilega séð komið sér fyrir hjá öðru liði og lagt þar eitthvað af mörkum í hönnun 2026 bílsins hjá umræddu liði þó svo að nú þegar séu Formúlu 1 liðin komin á fullt í þeirri vinnu.
Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira