Sambærileg rúðubrot í Lækjargötu og á Skólavörðustíg Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 11:35 Rúðubrotin í Korakmarket við Skólavörðustíg eru sambærileg við þau sem voru í Just Kebab við Lækjargötu í nótt. Svo virðist sem sami einstaklingur hafi gert víðreist í nótt sem og 29. apríl en þá voru rúður einnig brotnar á báðum stöðum. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til vegna brothljóða í nótt en þá höfðu allar rúður verið brotnar á staðnum Just Kebab við Lækjargötu. Rúðurnar eru þrjár stórar og svo voru rúður í dyrum einnig brotnar. Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27