Andrea á batavegi: „Gott fyrir alla að sjá hana brosandi“ Aron Guðmundsson skrifar 4. maí 2024 12:22 Eðlilega fór um marga þegar að Andrea hneig niður í leik Breiðabliks og FH í gær. Það er því gott að fá fréttir af því núna að hún sé á batavegi Vísir/Anton Brink Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður kvennaliðs FH í fótbolta sem hneig niður í leik liðsins gegn Breiðabliki í gær, er á batavegi. Hún undirgekkst rannsóknir í gær og í nótt og heilsaði svo upp á liðsfélaga sína í morgun. Frá þessu greinir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Vísi en eðlilega fór um marga sem fylgdust með leiknum á Kópavogsvelli í gær þegar að Andrea Marý hneig niður. Hún var með meðvitund og settist upp áður en sjúkrabíll flutti hana á brott. „Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þær rannsóknir munu svo bara halda áfram á næstu dögum. Þetta er eitthvað sem hún er að fást við. Ákveðinn hjartagalli sem við vissum af og lýsir sér þannig að hjartað fer bara á yfirsnúning. Hún er með alls konar ráð til að ná því niður en það gekk engan veginn í gær. Hún átti bara mjög erfitt með sig.“ Það hefur því verið mikill léttir fyrir þjálfara og liðsfélaga Andreu hjá FH að sjá hana í morgun er hún kíkti við á æfingu liðsins. „Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu.“ Gott fyrir alla að sjá hana brosandi. Ég vona svo innilega að einhver lausn komi á hennar málum. Þetta er eilífðar barátta hjá henni að reyna að fá bót sinna mála hvað þetta varðar. Ég vona að núna leiði rannsóknir eitthvað jákvætt í ljós. Að það verði hægt að hjálpa henni. Með lyfjagjöf eða öðrum ráðum.“ Besta deild kvenna FH Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Frá þessu greinir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Vísi en eðlilega fór um marga sem fylgdust með leiknum á Kópavogsvelli í gær þegar að Andrea Marý hneig niður. Hún var með meðvitund og settist upp áður en sjúkrabíll flutti hana á brott. „Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þær rannsóknir munu svo bara halda áfram á næstu dögum. Þetta er eitthvað sem hún er að fást við. Ákveðinn hjartagalli sem við vissum af og lýsir sér þannig að hjartað fer bara á yfirsnúning. Hún er með alls konar ráð til að ná því niður en það gekk engan veginn í gær. Hún átti bara mjög erfitt með sig.“ Það hefur því verið mikill léttir fyrir þjálfara og liðsfélaga Andreu hjá FH að sjá hana í morgun er hún kíkti við á æfingu liðsins. „Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu.“ Gott fyrir alla að sjá hana brosandi. Ég vona svo innilega að einhver lausn komi á hennar málum. Þetta er eilífðar barátta hjá henni að reyna að fá bót sinna mála hvað þetta varðar. Ég vona að núna leiði rannsóknir eitthvað jákvætt í ljós. Að það verði hægt að hjálpa henni. Með lyfjagjöf eða öðrum ráðum.“
Besta deild kvenna FH Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira