Fimm ára bið á enda hjá Norris Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Lando Norris með sigurverðlaun sín í Miami Vísir/Getty Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra. Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Það tók Norris, ökumann McLaren, 110 keppnir að landa fyrsta sigrinum í Formúlu 1. Hann er svo sannarlega vel að því kominn því þótt að sigrarnir hafi látið á sér standa efaðist enginn um það að Norris myndi á einhverjum tímapunkti á sínum ökumannsferli standa á efsta þrepi verðlaunapallsins. Norris er sá ökumaður sem hafði oftast staðið á verðlaunapallinum í Formúlu 1 mótaröðinni án þess að vinna keppni, fimmtán sinnum alls, en ljóst nú að hann fer ekki að bæta við tilfellum við það met. Stuðningsfólk annarra liða var komið í þann gír að hæðast að Norris fyrir þá staðreynd að hann hafði aldrei unnið kappakstur. Myndbönd af slíku aðkasti, þar sem að hróp voru gerð að Norris, höfðu birst á samfélagsmiðlum. Óhætt er að segja að Bretinn ungi hafi upplifað algjöra geðshræringu er sigurinn var í höfn. Svarað gagnrýnendum sínum. „Ég veit ekki alveg hvaða tilfinningum ég er að finna fyrir. Glaður, stoltur,“ sagði Norris. „Tilfinningin litast af því hversu löng biðin hefur verið eftir þessum fyrsta sigri. Ég hef fengið góð tækifæri áður. Við höfum færst nær og nær sigrinum. Einhvern veginn hafði þetta ekki gengið upp hjá okkur þar til núna. Það small allt saman.“ Af þeim 776 ökuþórum sem hafa hafið kappakstur í sögu Formúlu 1 hefur aðeins 114 þeirra tekist að tryggja sér sigur í keppni á vegum mótaraðarinnar. Lewis Hamilton, samlandi, Norris, er sá ökuþór sem unnið hefur flestar keppnir. Þær telja alls 103 og á eftir honum kemur svo þýska goðsögnin Michael Schumacher með 91 sigra. Þá eru það breskir ökuþórar sem hafa verið sigursælastir í keppnum á vegum Formúlu 1 með alls 309 sigra. Þjóðverjar koma svo á eftir þeim með 179 sigra.
Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira