Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 11:00 Guðmundur Baldvin Nökkvason brá á leik eftir að hafa skorað í þriðja leiknum í röð fyrir Stjörnuna. vísir/Diego HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri
Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01