Stillir viðtækið á alheimsdögunina Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 07:01 Cynthia Chiang í Skuggsjá, tilraunastofu Hí í stjarneðlisfræði. Vísir/Vilhelm Á ysta hjara veraldar hefur bandarískur stjarneðlisfræðingur komið upp því sem hann líkir við fínni gerð af bílaútvarpi til þess að finna merki um fyrstu stjörnurnar sem lýstu upp alheiminn. Fátt er vitað um þessa fyrstu kynslóð stjarna annað en að þær voru gerólíkar þeim sem mynduðust síðar. Fyrstu stjörnurnar í alheiminum eru svo gamlar og fjarlægar, meira en þrettán milljarða ára gamlar, að engin leið er að greina þær beint með sjónaukum sem eru næmir fyrir sýnilegu ljósi. Mögulegt er þó að greina áhrif þeirra á vetnisský sem umlukti þær í árdaga alheimsins í gegnum útvarpsbylgjur. Flestum er tamt að tengja útvarpsbylgjur við hljóð enda hafa þær verið notaðar til þess að bera út gjamm misviturra útvarpsmanna og dillandi danstónlist í þar til gerð viðtæki í meira en öld. Útvarpsbylgjur eru þó í raun tegund af ljósi. Til þess að greina dauf útvarpsmerki fyrstu stjarnanna frá stanslausum klið útvarps-, sjónvarps- og fjarskiptasendinga mannkynsins hefur rannsóknarhópur Cynthiu Chiang, dósents í eðlisfræði við McGill-háskóla í Montreal í Kanada, komið upp útvarpsloftnetum á sumum afskekktustu stöðum jarðar. „Vandinn við að gera athuganir af þessu tagi á þéttbýlisstöðum og stöðvum sem auðvelt að komast til er að það er mikil truflun af völdum manna: hefðbundnum útvarpssendum, sjónvarpssendum, farsímasendum. Allt þetta er truflun fyrir okkur og blindandi bjart. Ef við erum einhvers staðar nálægt þessum sendum sjáum við ekkert frá himninum eða alheiminum, bara útvarpsstöðvar sem eru yfirþyrmandi bjartar fyrir okkur,“ segir Chiang í samtali við Vísi. Rannsóknir Chiang og félaga fara nú fyrst og fremst fram á Axel Heiberg-eyju á kanadíska norðurskautinu. Þar nást engar sjónvarps- eða útvarpsstöðvar sem trufla athuganir sem þessar.Anthony Zerafa/McGill Radio Lab Vita á hvaða bylgjulengd á að stilla Hópurinn setti fyrstu loftnetin upp á eyjunni Marion í Suður-Indlandshafi á milli Suður-Afríku og Suðurskautslandsins, um tvö þúsund kílómetrum frá næsta meginlandi. Nú fara rannsóknirnar fram á Axel Heiberg-eyju á norðurskautssvæði Kanada á 79. breiddargráðu norður. „Helsta truflunin er á mjög lágri tíðni langbylgju- og stuttbylgjusendinga sem endurvarpast af efri lögum lofthjúpsins. Það er í raun enginn staður á jörðinni sem er hægt að komast undan þeim en það er allt í lagi vegna þess að við höfum nógu stóran glugga til að sjá himininn án truflunar frá þessum uppsprettum,“ segir Chiang sem heldur opinn fyrirlestur um fyrstu stjörnur alheimsins og rannsóknir sínar í Háskóla Íslands í kvöld. Útvarpsmerkið sem Chiang og félagar eru á höttunum eftir stafar ekki beint af fyrstu stjörnunum heldur vetnisskýjunum sem umluktu þær. Þau mæla í raun áhrif ljóss frá fyrstu stjörnunum á vetnisfrumeindirnar í alheiminum. „Þetta eru útvarpsbylgjur sem vetnisfrumeindir gefa náttúrulega frá sér. Vetni er algengasta frumefnið í alheiminum, það er alls staðar í geimnum og maður getur hugsað sér að það glói stanslaust þessari útvarpsgeislun,“ segir Chiang. Vegna þess að alheimurinn er sífellt að þenjast út teygist á útvarpsbylgjunum á leið þeirra til jarðar. Þetta svokallaða rauðvik ljóssins felur þannig í sér upplýsingar um hversu langt er síðan það lagði af stað. Þannig er hægt að stilla mælitæki á jörðinni á ákveðið tímabil í sögu alheimsins, nánast eins og að stilla á ákveðna útvarpsstöð. „Í tilfelli fyrstu stjarnanna vitum við á hvaða bylgjulengd á að stilla og setjum sjónaukann upp þannig. Þetta er eins og að smíða fínt bílaútvarp og hlusta á allar stöðvar í einu. Við erum að reyna að hlusta eftir truflun frá öllum stöðvum og greina nokkrar stöðvar þar sem truflarnirnar eru minni. Það er merki sem ætti að vera frá því að fyrstu stjörnurnar kviknuðu í alheiminum,“ segir hún. Chiang segir að umhverfið á Íslandi minni hana á þá afskekktu staði á heimskautunum sem rannsóknir hennar hafa leitt hana á undanfarin á.Anthony Zerafa/McGill Radio Lab Dimmur og leiðinlegur alheimur fyrir tíma stjarnanna Alheimurinn fyrir tíma fyrstu stjarnanna var gerólíkur þeim sem við þekkjum. „Fyrir fyrstu stjörnurnar var alheimurinn mjög dimmur og leiðinlegur,“ segir Chiang og hlær. Fyrstu fjögur hundruð þúsund árin eftir Miklahvell var alheimurinn aðallega heitt og þétt rafgas sem Chiang líkir við kertaloga: bjartan og glóandi en ógegnsæjan. Eftir því sem alheimurinn kólnaði gátu róteindir og rafeindir runnið saman og myndað fyrstu vetnisfrumeindirnar. „Á því stigi varð alheimurinn gegnsær,“ segir Chiang. Ekki var þó margt að sjá í þessum frumalheimi lengi framan af. Engar vetrarbrautir, stjörnur, né reikistjörnur, aðeins vetni og örlítið af helíni. Þetta tímabil í sögu alheimsins er kallað myrköld. Vetninu var ekki dreift jafnt um alheiminn og með tíð og tíma byrjaði þyngdarkrafturinn að þjappa vetnisfrumeindunum saman. Eftir um hundrað milljón ár varð þetta þyngdarhrun kveikjan að fyrstu stjörnunum. „Þetta var fæðing fyrstu stjarnanna sem við köllum alheimsdögunina,“ segir Chiang. Myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan sýnir McGill-norðurskautsrannsóknastöðina á Axel Heiberg-eyju úr lofti. Skærir en skammlífir risar Fyrstu stjörnurnar voru mjög frábrugðnar þeim sem við sjáum í alheiminum á okkar tíma. Þær voru þannig eingöngu úr vetni þar sem þyngri frumefni voru ekki orðin til ennþá. „Við teljum að fyrstu stjörnurnar hafi verið mjög stórar og þrútnar og að þær hafi brunnið mjög heitt og bjart í mjög skamman tíma en það er um það bil það sem við vitum. Við vitum alls ekki mikið um þessar fyrstu stjörnur, bara að þær voru mjög ólíkar nokkru sem við sjáum núna,“ segir Chiang. Þjappi maður aldri alheimsins niður í mannsaldur urðu fyrstu stjörnurnar til þegar alheimurinn var smábarn. „Það sem við erum að gera með rannsóknum okkar er að skoða bernsku alheimsins þar sem það eru einhver líkindi við samtímaútgáfuna, fullorðnu útgáfuna, en hún er ekki eins. Við viljum átta okkur á umhverfinu sem mótaði vöxt og þróun alheimsins á þessum tíma.“ Lítið er þannig vitað um hvernig stjörnumyndun í alheiminum þróaðist eftir þessa fyrstu kynslóð stjarna. Stjörnur sem fylgdu í kjölfarið mynduðu síðan flest öll frumefnin þyngri en vetni og helín. „Hluti af rannsóknum okkar er að reyna skilja það betur og mæla í fyrsta skipti,“ segir Chiang. Fyrirlestur Cynthiu Chiang „Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar“ verður haldinn í stofu 023 í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, klukkan 20:00 í kvöld. Hann er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Háskóli Íslands skipuleggur fyrirlesturinn í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjarnvísindafélag Íslands. Geimurinn Vísindi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins 3. október 2023 23:08 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18 Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Uppgötvunin gefur hugsanlega vísbendingar um beina verkun hulduefnis á hefðbundið efni sem aldrei hefur greinst. 1. mars 2018 16:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Fyrstu stjörnurnar í alheiminum eru svo gamlar og fjarlægar, meira en þrettán milljarða ára gamlar, að engin leið er að greina þær beint með sjónaukum sem eru næmir fyrir sýnilegu ljósi. Mögulegt er þó að greina áhrif þeirra á vetnisský sem umlukti þær í árdaga alheimsins í gegnum útvarpsbylgjur. Flestum er tamt að tengja útvarpsbylgjur við hljóð enda hafa þær verið notaðar til þess að bera út gjamm misviturra útvarpsmanna og dillandi danstónlist í þar til gerð viðtæki í meira en öld. Útvarpsbylgjur eru þó í raun tegund af ljósi. Til þess að greina dauf útvarpsmerki fyrstu stjarnanna frá stanslausum klið útvarps-, sjónvarps- og fjarskiptasendinga mannkynsins hefur rannsóknarhópur Cynthiu Chiang, dósents í eðlisfræði við McGill-háskóla í Montreal í Kanada, komið upp útvarpsloftnetum á sumum afskekktustu stöðum jarðar. „Vandinn við að gera athuganir af þessu tagi á þéttbýlisstöðum og stöðvum sem auðvelt að komast til er að það er mikil truflun af völdum manna: hefðbundnum útvarpssendum, sjónvarpssendum, farsímasendum. Allt þetta er truflun fyrir okkur og blindandi bjart. Ef við erum einhvers staðar nálægt þessum sendum sjáum við ekkert frá himninum eða alheiminum, bara útvarpsstöðvar sem eru yfirþyrmandi bjartar fyrir okkur,“ segir Chiang í samtali við Vísi. Rannsóknir Chiang og félaga fara nú fyrst og fremst fram á Axel Heiberg-eyju á kanadíska norðurskautinu. Þar nást engar sjónvarps- eða útvarpsstöðvar sem trufla athuganir sem þessar.Anthony Zerafa/McGill Radio Lab Vita á hvaða bylgjulengd á að stilla Hópurinn setti fyrstu loftnetin upp á eyjunni Marion í Suður-Indlandshafi á milli Suður-Afríku og Suðurskautslandsins, um tvö þúsund kílómetrum frá næsta meginlandi. Nú fara rannsóknirnar fram á Axel Heiberg-eyju á norðurskautssvæði Kanada á 79. breiddargráðu norður. „Helsta truflunin er á mjög lágri tíðni langbylgju- og stuttbylgjusendinga sem endurvarpast af efri lögum lofthjúpsins. Það er í raun enginn staður á jörðinni sem er hægt að komast undan þeim en það er allt í lagi vegna þess að við höfum nógu stóran glugga til að sjá himininn án truflunar frá þessum uppsprettum,“ segir Chiang sem heldur opinn fyrirlestur um fyrstu stjörnur alheimsins og rannsóknir sínar í Háskóla Íslands í kvöld. Útvarpsmerkið sem Chiang og félagar eru á höttunum eftir stafar ekki beint af fyrstu stjörnunum heldur vetnisskýjunum sem umluktu þær. Þau mæla í raun áhrif ljóss frá fyrstu stjörnunum á vetnisfrumeindirnar í alheiminum. „Þetta eru útvarpsbylgjur sem vetnisfrumeindir gefa náttúrulega frá sér. Vetni er algengasta frumefnið í alheiminum, það er alls staðar í geimnum og maður getur hugsað sér að það glói stanslaust þessari útvarpsgeislun,“ segir Chiang. Vegna þess að alheimurinn er sífellt að þenjast út teygist á útvarpsbylgjunum á leið þeirra til jarðar. Þetta svokallaða rauðvik ljóssins felur þannig í sér upplýsingar um hversu langt er síðan það lagði af stað. Þannig er hægt að stilla mælitæki á jörðinni á ákveðið tímabil í sögu alheimsins, nánast eins og að stilla á ákveðna útvarpsstöð. „Í tilfelli fyrstu stjarnanna vitum við á hvaða bylgjulengd á að stilla og setjum sjónaukann upp þannig. Þetta er eins og að smíða fínt bílaútvarp og hlusta á allar stöðvar í einu. Við erum að reyna að hlusta eftir truflun frá öllum stöðvum og greina nokkrar stöðvar þar sem truflarnirnar eru minni. Það er merki sem ætti að vera frá því að fyrstu stjörnurnar kviknuðu í alheiminum,“ segir hún. Chiang segir að umhverfið á Íslandi minni hana á þá afskekktu staði á heimskautunum sem rannsóknir hennar hafa leitt hana á undanfarin á.Anthony Zerafa/McGill Radio Lab Dimmur og leiðinlegur alheimur fyrir tíma stjarnanna Alheimurinn fyrir tíma fyrstu stjarnanna var gerólíkur þeim sem við þekkjum. „Fyrir fyrstu stjörnurnar var alheimurinn mjög dimmur og leiðinlegur,“ segir Chiang og hlær. Fyrstu fjögur hundruð þúsund árin eftir Miklahvell var alheimurinn aðallega heitt og þétt rafgas sem Chiang líkir við kertaloga: bjartan og glóandi en ógegnsæjan. Eftir því sem alheimurinn kólnaði gátu róteindir og rafeindir runnið saman og myndað fyrstu vetnisfrumeindirnar. „Á því stigi varð alheimurinn gegnsær,“ segir Chiang. Ekki var þó margt að sjá í þessum frumalheimi lengi framan af. Engar vetrarbrautir, stjörnur, né reikistjörnur, aðeins vetni og örlítið af helíni. Þetta tímabil í sögu alheimsins er kallað myrköld. Vetninu var ekki dreift jafnt um alheiminn og með tíð og tíma byrjaði þyngdarkrafturinn að þjappa vetnisfrumeindunum saman. Eftir um hundrað milljón ár varð þetta þyngdarhrun kveikjan að fyrstu stjörnunum. „Þetta var fæðing fyrstu stjarnanna sem við köllum alheimsdögunina,“ segir Chiang. Myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan sýnir McGill-norðurskautsrannsóknastöðina á Axel Heiberg-eyju úr lofti. Skærir en skammlífir risar Fyrstu stjörnurnar voru mjög frábrugðnar þeim sem við sjáum í alheiminum á okkar tíma. Þær voru þannig eingöngu úr vetni þar sem þyngri frumefni voru ekki orðin til ennþá. „Við teljum að fyrstu stjörnurnar hafi verið mjög stórar og þrútnar og að þær hafi brunnið mjög heitt og bjart í mjög skamman tíma en það er um það bil það sem við vitum. Við vitum alls ekki mikið um þessar fyrstu stjörnur, bara að þær voru mjög ólíkar nokkru sem við sjáum núna,“ segir Chiang. Þjappi maður aldri alheimsins niður í mannsaldur urðu fyrstu stjörnurnar til þegar alheimurinn var smábarn. „Það sem við erum að gera með rannsóknum okkar er að skoða bernsku alheimsins þar sem það eru einhver líkindi við samtímaútgáfuna, fullorðnu útgáfuna, en hún er ekki eins. Við viljum átta okkur á umhverfinu sem mótaði vöxt og þróun alheimsins á þessum tíma.“ Lítið er þannig vitað um hvernig stjörnumyndun í alheiminum þróaðist eftir þessa fyrstu kynslóð stjarna. Stjörnur sem fylgdu í kjölfarið mynduðu síðan flest öll frumefnin þyngri en vetni og helín. „Hluti af rannsóknum okkar er að reyna skilja það betur og mæla í fyrsta skipti,“ segir Chiang. Fyrirlestur Cynthiu Chiang „Fyrstu stjörnurnar og rannsóknir á hjara veraldar“ verður haldinn í stofu 023 í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, klukkan 20:00 í kvöld. Hann er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Háskóli Íslands skipuleggur fyrirlesturinn í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjarnvísindafélag Íslands.
Geimurinn Vísindi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins 3. október 2023 23:08 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18 Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Uppgötvunin gefur hugsanlega vísbendingar um beina verkun hulduefnis á hefðbundið efni sem aldrei hefur greinst. 1. mars 2018 16:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins 3. október 2023 23:08
Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18
Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Uppgötvunin gefur hugsanlega vísbendingar um beina verkun hulduefnis á hefðbundið efni sem aldrei hefur greinst. 1. mars 2018 16:30